Óánægðir eldri borgarar á Selfossi mótmæltu með vöfflukaffi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 13:31 Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum á Grænumarkarsvæðinu á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óánægðir eldri borgarar á Selfossi boðuðu til vöfflukaffis til að mótmæla skerðingu á þjónustu sveitarfélagsins Árborgar. Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira