Ármann felldi meistarana Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 22:25 Ármann er eina liðið til að sigra Dusty á tímabilinu. Leikurinn fór fram á Ancient og hófu NOCCO Dusty-menn leikinn í vörn. Dusty voru enn taplausir í deildinni fyrir leik en Ármann byrjuðu leikinn þó mun betur og tóku fyrstu 6 loturnar með þó nokkrum yfirburðum. Dusty sigraði þá eina lotu en Ármann héldu áfram nánast gallalausum hálfleik sínum og komu stöðunni í 1-8 með yfirveguðu spili. Dusty virtust ekki hafa nein svör framan af leik en náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik og sigruðu nokkrar lotur. Staðan í hálfleik: 5-10 Skammbyssulota seinni hálfleiks var sigruð af leikmönnum Ármanns í vörn og hófu þeir seinni hálfleik eins og þann fyrri. Góð ráð voru þá dýr fyrir Dusty, en þeir ákváðu að kaupa byssur í stöðunni 5-12 og náðu að sigra nokkrar lotur til baka. Staðan var 8-13 í 22. lotu þegar bæði tæmdu bankann til að kaupa byssur en Dusty sigruðu lotuna, staðan þá 9-13 og lítill peningur eftir hjá Ármanni. Dusty héldu áfram að minnka muninn og komust í 11-14 en Kraken, leikmaður Ármanns sá til þess að lið sitt komst á úrslitastig með hugarleikfimi gegn StebbaCoco, leikmanni Dusty. Ármann fundu þó ekki lokahöggið og Dusty komust í stöðuna 13-15 en Ármann sigruðu óvænta lotu þar sem þeir keyptu ekki staka byssu og unnu því leikinn. Lokatölur: 13-16 Fyrsta tap Dusty er því orðið staðreynd og Ármann eru nú komnir á topp stigatöflunnar með 10 stig eftir frábæra frammistöðu gegn deildarmeisturunum í Dusty. Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti
Dusty sigraði þá eina lotu en Ármann héldu áfram nánast gallalausum hálfleik sínum og komu stöðunni í 1-8 með yfirveguðu spili. Dusty virtust ekki hafa nein svör framan af leik en náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik og sigruðu nokkrar lotur. Staðan í hálfleik: 5-10 Skammbyssulota seinni hálfleiks var sigruð af leikmönnum Ármanns í vörn og hófu þeir seinni hálfleik eins og þann fyrri. Góð ráð voru þá dýr fyrir Dusty, en þeir ákváðu að kaupa byssur í stöðunni 5-12 og náðu að sigra nokkrar lotur til baka. Staðan var 8-13 í 22. lotu þegar bæði tæmdu bankann til að kaupa byssur en Dusty sigruðu lotuna, staðan þá 9-13 og lítill peningur eftir hjá Ármanni. Dusty héldu áfram að minnka muninn og komust í 11-14 en Kraken, leikmaður Ármanns sá til þess að lið sitt komst á úrslitastig með hugarleikfimi gegn StebbaCoco, leikmanni Dusty. Ármann fundu þó ekki lokahöggið og Dusty komust í stöðuna 13-15 en Ármann sigruðu óvænta lotu þar sem þeir keyptu ekki staka byssu og unnu því leikinn. Lokatölur: 13-16 Fyrsta tap Dusty er því orðið staðreynd og Ármann eru nú komnir á topp stigatöflunnar með 10 stig eftir frábæra frammistöðu gegn deildarmeisturunum í Dusty.
Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti