Ármann felldi meistarana Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 22:25 Ármann er eina liðið til að sigra Dusty á tímabilinu. Leikurinn fór fram á Ancient og hófu NOCCO Dusty-menn leikinn í vörn. Dusty voru enn taplausir í deildinni fyrir leik en Ármann byrjuðu leikinn þó mun betur og tóku fyrstu 6 loturnar með þó nokkrum yfirburðum. Dusty sigraði þá eina lotu en Ármann héldu áfram nánast gallalausum hálfleik sínum og komu stöðunni í 1-8 með yfirveguðu spili. Dusty virtust ekki hafa nein svör framan af leik en náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik og sigruðu nokkrar lotur. Staðan í hálfleik: 5-10 Skammbyssulota seinni hálfleiks var sigruð af leikmönnum Ármanns í vörn og hófu þeir seinni hálfleik eins og þann fyrri. Góð ráð voru þá dýr fyrir Dusty, en þeir ákváðu að kaupa byssur í stöðunni 5-12 og náðu að sigra nokkrar lotur til baka. Staðan var 8-13 í 22. lotu þegar bæði tæmdu bankann til að kaupa byssur en Dusty sigruðu lotuna, staðan þá 9-13 og lítill peningur eftir hjá Ármanni. Dusty héldu áfram að minnka muninn og komust í 11-14 en Kraken, leikmaður Ármanns sá til þess að lið sitt komst á úrslitastig með hugarleikfimi gegn StebbaCoco, leikmanni Dusty. Ármann fundu þó ekki lokahöggið og Dusty komust í stöðuna 13-15 en Ármann sigruðu óvænta lotu þar sem þeir keyptu ekki staka byssu og unnu því leikinn. Lokatölur: 13-16 Fyrsta tap Dusty er því orðið staðreynd og Ármann eru nú komnir á topp stigatöflunnar með 10 stig eftir frábæra frammistöðu gegn deildarmeisturunum í Dusty. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Dusty sigraði þá eina lotu en Ármann héldu áfram nánast gallalausum hálfleik sínum og komu stöðunni í 1-8 með yfirveguðu spili. Dusty virtust ekki hafa nein svör framan af leik en náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik og sigruðu nokkrar lotur. Staðan í hálfleik: 5-10 Skammbyssulota seinni hálfleiks var sigruð af leikmönnum Ármanns í vörn og hófu þeir seinni hálfleik eins og þann fyrri. Góð ráð voru þá dýr fyrir Dusty, en þeir ákváðu að kaupa byssur í stöðunni 5-12 og náðu að sigra nokkrar lotur til baka. Staðan var 8-13 í 22. lotu þegar bæði tæmdu bankann til að kaupa byssur en Dusty sigruðu lotuna, staðan þá 9-13 og lítill peningur eftir hjá Ármanni. Dusty héldu áfram að minnka muninn og komust í 11-14 en Kraken, leikmaður Ármanns sá til þess að lið sitt komst á úrslitastig með hugarleikfimi gegn StebbaCoco, leikmanni Dusty. Ármann fundu þó ekki lokahöggið og Dusty komust í stöðuna 13-15 en Ármann sigruðu óvænta lotu þar sem þeir keyptu ekki staka byssu og unnu því leikinn. Lokatölur: 13-16 Fyrsta tap Dusty er því orðið staðreynd og Ármann eru nú komnir á topp stigatöflunnar með 10 stig eftir frábæra frammistöðu gegn deildarmeisturunum í Dusty.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti