Arnór og Ísak verða úti á vængjunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2023 17:41 Arnór SIgurðsson átti frábæra innkomu af varamannabekknum í sigrinum gegn Bosníu Getty Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leik kvöldsins gegn Lúxemborg. Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik gegn Bosníu. Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira