Arnór og Ísak verða úti á vængjunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2023 17:41 Arnór SIgurðsson átti frábæra innkomu af varamannabekknum í sigrinum gegn Bosníu Getty Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leik kvöldsins gegn Lúxemborg. Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik gegn Bosníu. Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira