Nýi fyrirliðinn okkar þakkar þjálfarateyminu fyrir stuðninginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 10:01 Sverrir Ingi Ingason er í risastóru hlutverki í íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Sverrir Ingi Ingason mun leiða íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvellinum en Sverrir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska liðsins. „Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira