„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 15:31 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson. Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira