Líf fótboltamannsins sé ekkert eðlilegt: „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti“ Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 10:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður KAS Eupen í Belgíu Vísir Alfreð Finnbogason, einn af reyndari leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikilvægt fyrir yngri leikmenn liðsins að hafa reyndari leikmenn sér við hlið. Blandan í íslenska landsliðshópnum núna sé mjög góð hvað þetta varðar. Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira