Blæs á gagnrýni á efnistök heimildarmyndar um hrunið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 06:46 Margrét segir að það hafi verið sér sársaukalaust að taka Þórð Snæ út af kreditlista myndarinnar sem einn af ráðgjöfum. Efnistök heimildarmyndar um bankahrunið, Baráttan um Ísland, hafa verið harðlega gagnrýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum framleiðslu. Leikstjóri myndarinnar og upprunalegur framleiðandi segir að markmiðið hafi alltaf verið að beina sjónum að bankafólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftirmálum þess. Meðal þeirra sem greina frá sínu sjónarhorni á Hrunið í heimildarmyndinni eru Jón Ásgeir Jóhannesson, sem átti stóran hlut í Glitni fyrir hrunið, og Lárus Welding sem gegndi starfi bankastjóra. Glitnir var þjóðnýttur af ríkinu í aðdraganda hrunsins. Þeir Jón Ásgeir og Lárus voru meðal þeirra sem ákærðir voru í fjölmörgum hrunmálum. Jón Ásgeir var á endanum sýknaður en Lárus hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm. „Það var alltaf ætlunin að setja þessa menn í stólinn og biðja þá um að segja sína sögu. Það á ekki að koma neinum á óvart sem hefur eitthvað þekkt til þessa verks,“ segir Margrét Jónasdóttir, leikstjóri myndarinnar og aðstoðardagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í samtali við Vísi. Furða sig á efnistökum Samstöðin greindi frá því í gær að efnistök í myndinni, sem sýnd var í Ríkisútvarpinu í vikunni í tilefni af fimmtán ára afmæli bankahrunsins 2008, hafi valdið furðu meðal þeirra sem veittu ráðgjöf á upphafsstigum heimildarmyndargerðarinnar.. Samstöðin segir að Svíinn Bosse Lindquist, sem var upprunalega var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar, hafi sagt sig frá verkinu árið 2020. Það hafi hann gert þar sem hann hafi ekki verið sáttur við það hvert SagaFilm vildi fara með söguna. Þá hafi hann ekki einu sinni vitað af því að það ætti að sýna myndina. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, er jafnframt skráður sem ráðgjafi við gerð myndarinnar. Hann staðfestir við Vísi að hann hafi farið fram á að nafn hans verði afmáð úr kreditlista myndarinnar og öllu efni tengt henni. Hann segir myndina í engu samræmi við þá ráðgjöf sem hann hafi veitt. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur, hafi einnig beðið um að nafn sitt yrði tekið af kreditlista myndarinnar vegna ráðgjafar hans í upphafi. Segist hafa verið ósammála sænska leikstjóranum Margrét segir að hún hafi upphaflega verið beðin um að framleiða mynd um hrunið á Íslandi af erlendum aðila. Hún hafi ákveðið að taka þeirri áskorun sem framleiðandi. Síðan hafi Bosse Lindquist verið ráðinn sem leikstjóri. Þetta hafi verið 2018, löngu áður en Margrét hafi tekið til starfa hjá RÚV sem aðstoðardagskrárstjóri, en það var árið 2022. Hún segir að síðan hafi heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á framleiðslu myndarinnar sem hafi hafist fyrir alvöru undir lok ársins 2019. „Heimsfaraldurinn stöðvaði okkur eftir að við vorum búin að taka nokkur viðtöl. Lindquist hafði mikinn áhuga á aðdraganda hrunsins en ég hafði samþykkt að gera mynd um eftirmála þess.“ Einn þeirra sem rætt er við í myndinni er Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis.Vísir/Vilhelm Þá segir Margrét að fjármagn hafi einfaldlega ekki verið til staðar til þess að fara í þá djúprannsókn sem þurft hefði til til þess að gera mynd líkt og sænski leikstjórinn hafi viljað. Sömuleiðis segist Margrét skilja þá sem gagnrýni að ekki hafi verið fjallað um aðstæður venjulegs fólks sem tapað hafi fjármunum í hruninu. „En það var aldrei markmiðið með þessari mynd. Það hafa aðrir fjallað um venjulegt fólk í sínum myndum og mér fannst það bara ekki vera þessi saga. Ég taldi mig hafa aðgang að fólki sem hafði ekki tjáð sig áður, sem ekki hefur sest niður í rólegheitum og sagt sína sögu án þess að vera í kastljósinu,“ segir Margrét. „Auðvitað hef ég fulla samúð með því fólki en það var bara ekki markmið verksins. Það stendur í upphafi myndarinnar að þetta sé mynd um þá sem stóðu í framlínunni í bankahruninu og í eftirmálum og þar reyndi ég að gefa saksóknara, sérstökum saksóknara og aðgerðarsinnum orðið en svo var auðvitað bara fullt af fólki sem vildi ekki tjá sig.“ Sársaukalaust að fjarlæga nafn Þórðar Margrét segist hafa fengið Þórð Snæ, ritstjóra Heimildarinnar, sem ráðgjafa vegna yfirgripsmikillar þekkingar hans á hruninu. Hún segir það hafa verið sér að meina lausu að fjarlægja nafn hans sem ráðgjafa. „Í ráðgjafahlutverkinu felst ráðgjöf. Hann ber ekki ábyrgð á innihaldi myndarinnar. Maður er með allskyns ráðgjafa í ýmsum verkum en þeir eru ekki ábyrgir á endanum. Ég er búin að fjarlæga nafnið hans og það var alveg sársaukalaust af minni hálfu.“ Þess er getið í umfjöllun Samstöðvarinnar að sænski leikstjórinn hafi tekið löng viðtöl við Guðrúnu Johnsen, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, sem einna fyrst hafi gagnrýnt rekstur bankanna í aðdraganda hrunsins. Margrét segir að þau hafi ekki verið í myndinni þar sem Guðrún hafi farið fram á það eftir að ljóst var að Lindquist væri ekki lengur leikstjóri. „Við tókum fleiri viðtöl við aðila sem ekki komust að í myndinni. Við komum bara ekki öllum fyrir. Það er ómögulegt að gera þeim öllum skil í einni mynd,“ segir Margrét. „Þetta átti að vera þessi saga sem aldrei hefur verið sögð. Hún var kannski ekki alveg sú mynd af því að ég náði ekki trausti allra bankamannanna, en ég stend við hana.“ Hvarf um stund af vefnum Þess er jafnframt getið í umfjöllun Samstöðvarinnar að myndin sé ekki lengur aðgengileg á spilara RÚV þrátt fyrir að tekið sé fram að hún sé aðgengileg á Íslandi til 8. nóvember. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að klippa hlutana tvo saman. Myndin er nú aftur aðgengileg á vefnum. „Það horfir til betri vegar. Það var einfaldlega verið að setja hana saman í eina mynd. Þannig verður hún presenteruð og sýnd annars staðar. Hún verður svo aðgengileg á spilaranum innan skamms.“ Frétt uppfærð með upplýsingum um tímabundið brotthvarf myndarinnar af vef RÚV. Hrunið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Meðal þeirra sem greina frá sínu sjónarhorni á Hrunið í heimildarmyndinni eru Jón Ásgeir Jóhannesson, sem átti stóran hlut í Glitni fyrir hrunið, og Lárus Welding sem gegndi starfi bankastjóra. Glitnir var þjóðnýttur af ríkinu í aðdraganda hrunsins. Þeir Jón Ásgeir og Lárus voru meðal þeirra sem ákærðir voru í fjölmörgum hrunmálum. Jón Ásgeir var á endanum sýknaður en Lárus hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm. „Það var alltaf ætlunin að setja þessa menn í stólinn og biðja þá um að segja sína sögu. Það á ekki að koma neinum á óvart sem hefur eitthvað þekkt til þessa verks,“ segir Margrét Jónasdóttir, leikstjóri myndarinnar og aðstoðardagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í samtali við Vísi. Furða sig á efnistökum Samstöðin greindi frá því í gær að efnistök í myndinni, sem sýnd var í Ríkisútvarpinu í vikunni í tilefni af fimmtán ára afmæli bankahrunsins 2008, hafi valdið furðu meðal þeirra sem veittu ráðgjöf á upphafsstigum heimildarmyndargerðarinnar.. Samstöðin segir að Svíinn Bosse Lindquist, sem var upprunalega var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar, hafi sagt sig frá verkinu árið 2020. Það hafi hann gert þar sem hann hafi ekki verið sáttur við það hvert SagaFilm vildi fara með söguna. Þá hafi hann ekki einu sinni vitað af því að það ætti að sýna myndina. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, er jafnframt skráður sem ráðgjafi við gerð myndarinnar. Hann staðfestir við Vísi að hann hafi farið fram á að nafn hans verði afmáð úr kreditlista myndarinnar og öllu efni tengt henni. Hann segir myndina í engu samræmi við þá ráðgjöf sem hann hafi veitt. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur, hafi einnig beðið um að nafn sitt yrði tekið af kreditlista myndarinnar vegna ráðgjafar hans í upphafi. Segist hafa verið ósammála sænska leikstjóranum Margrét segir að hún hafi upphaflega verið beðin um að framleiða mynd um hrunið á Íslandi af erlendum aðila. Hún hafi ákveðið að taka þeirri áskorun sem framleiðandi. Síðan hafi Bosse Lindquist verið ráðinn sem leikstjóri. Þetta hafi verið 2018, löngu áður en Margrét hafi tekið til starfa hjá RÚV sem aðstoðardagskrárstjóri, en það var árið 2022. Hún segir að síðan hafi heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á framleiðslu myndarinnar sem hafi hafist fyrir alvöru undir lok ársins 2019. „Heimsfaraldurinn stöðvaði okkur eftir að við vorum búin að taka nokkur viðtöl. Lindquist hafði mikinn áhuga á aðdraganda hrunsins en ég hafði samþykkt að gera mynd um eftirmála þess.“ Einn þeirra sem rætt er við í myndinni er Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis.Vísir/Vilhelm Þá segir Margrét að fjármagn hafi einfaldlega ekki verið til staðar til þess að fara í þá djúprannsókn sem þurft hefði til til þess að gera mynd líkt og sænski leikstjórinn hafi viljað. Sömuleiðis segist Margrét skilja þá sem gagnrýni að ekki hafi verið fjallað um aðstæður venjulegs fólks sem tapað hafi fjármunum í hruninu. „En það var aldrei markmiðið með þessari mynd. Það hafa aðrir fjallað um venjulegt fólk í sínum myndum og mér fannst það bara ekki vera þessi saga. Ég taldi mig hafa aðgang að fólki sem hafði ekki tjáð sig áður, sem ekki hefur sest niður í rólegheitum og sagt sína sögu án þess að vera í kastljósinu,“ segir Margrét. „Auðvitað hef ég fulla samúð með því fólki en það var bara ekki markmið verksins. Það stendur í upphafi myndarinnar að þetta sé mynd um þá sem stóðu í framlínunni í bankahruninu og í eftirmálum og þar reyndi ég að gefa saksóknara, sérstökum saksóknara og aðgerðarsinnum orðið en svo var auðvitað bara fullt af fólki sem vildi ekki tjá sig.“ Sársaukalaust að fjarlæga nafn Þórðar Margrét segist hafa fengið Þórð Snæ, ritstjóra Heimildarinnar, sem ráðgjafa vegna yfirgripsmikillar þekkingar hans á hruninu. Hún segir það hafa verið sér að meina lausu að fjarlægja nafn hans sem ráðgjafa. „Í ráðgjafahlutverkinu felst ráðgjöf. Hann ber ekki ábyrgð á innihaldi myndarinnar. Maður er með allskyns ráðgjafa í ýmsum verkum en þeir eru ekki ábyrgir á endanum. Ég er búin að fjarlæga nafnið hans og það var alveg sársaukalaust af minni hálfu.“ Þess er getið í umfjöllun Samstöðvarinnar að sænski leikstjórinn hafi tekið löng viðtöl við Guðrúnu Johnsen, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, sem einna fyrst hafi gagnrýnt rekstur bankanna í aðdraganda hrunsins. Margrét segir að þau hafi ekki verið í myndinni þar sem Guðrún hafi farið fram á það eftir að ljóst var að Lindquist væri ekki lengur leikstjóri. „Við tókum fleiri viðtöl við aðila sem ekki komust að í myndinni. Við komum bara ekki öllum fyrir. Það er ómögulegt að gera þeim öllum skil í einni mynd,“ segir Margrét. „Þetta átti að vera þessi saga sem aldrei hefur verið sögð. Hún var kannski ekki alveg sú mynd af því að ég náði ekki trausti allra bankamannanna, en ég stend við hana.“ Hvarf um stund af vefnum Þess er jafnframt getið í umfjöllun Samstöðvarinnar að myndin sé ekki lengur aðgengileg á spilara RÚV þrátt fyrir að tekið sé fram að hún sé aðgengileg á Íslandi til 8. nóvember. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að klippa hlutana tvo saman. Myndin er nú aftur aðgengileg á vefnum. „Það horfir til betri vegar. Það var einfaldlega verið að setja hana saman í eina mynd. Þannig verður hún presenteruð og sýnd annars staðar. Hún verður svo aðgengileg á spilaranum innan skamms.“ Frétt uppfærð með upplýsingum um tímabundið brotthvarf myndarinnar af vef RÚV.
Hrunið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira