Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2023 08:17 Björgunarsveitir höfðu víða í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já, það var talsvert af verkefnum í nótt og nokkuð víða á landinu. Það var kallað út í Hveragerði vegna foktjóna þar. Á Laugarvatni voru hjólhýsi sem biðu eftir að komast í geymslu að fjúka til, auk þess að það var fok þar á byggingasvæði. Í Bolungarvík var fokútkall og austur á Héraði þurfti að sækja fólk upp í Brúardali sem hafði fest sig, auk þess sem dráttarbílar sem höfðu verið sendir á eftir þeim höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. Hann segir að líklega hafi þó stærsta útkallið í nótt verið vegna tveggja manna sem höfðu farið inn á Fjallabak. „Þeir ætluðu að fara norður og austur á land fyrir norðan jökul en festu sig og var talsvert viðbragð við að fara að leita að þeim. Þeir fundust svo þar sem þeir höfðu fest bíl sinn í Brennivínskvísl. Það tók talsverðan tíma að komast til þeirra og losa þá. Þeir voru komnir til byggða um klukkan fjögur í nótt,“ segir Jón Þór. Fjöldahjálparstöð opnuð á Djúpavogi Hringveginum á milli Hafnar og Djúpavogs var lokað í gær vegna veðurhamsins og er hann enn lokaður. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar komi klukkan níu. Hinsvegar er búið að opna á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Djúpavogi í gær vegna veðursins en nokkur fjöldi ferðamanna urðu þar strandaglópar þegar hringveginum var lokað að því er fram kemur í Facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já, það var talsvert af verkefnum í nótt og nokkuð víða á landinu. Það var kallað út í Hveragerði vegna foktjóna þar. Á Laugarvatni voru hjólhýsi sem biðu eftir að komast í geymslu að fjúka til, auk þess að það var fok þar á byggingasvæði. Í Bolungarvík var fokútkall og austur á Héraði þurfti að sækja fólk upp í Brúardali sem hafði fest sig, auk þess sem dráttarbílar sem höfðu verið sendir á eftir þeim höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. Hann segir að líklega hafi þó stærsta útkallið í nótt verið vegna tveggja manna sem höfðu farið inn á Fjallabak. „Þeir ætluðu að fara norður og austur á land fyrir norðan jökul en festu sig og var talsvert viðbragð við að fara að leita að þeim. Þeir fundust svo þar sem þeir höfðu fest bíl sinn í Brennivínskvísl. Það tók talsverðan tíma að komast til þeirra og losa þá. Þeir voru komnir til byggða um klukkan fjögur í nótt,“ segir Jón Þór. Fjöldahjálparstöð opnuð á Djúpavogi Hringveginum á milli Hafnar og Djúpavogs var lokað í gær vegna veðurhamsins og er hann enn lokaður. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar komi klukkan níu. Hinsvegar er búið að opna á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Djúpavogi í gær vegna veðursins en nokkur fjöldi ferðamanna urðu þar strandaglópar þegar hringveginum var lokað að því er fram kemur í Facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18