Glaður að sjá Gylfa á nýjan leik: „Gott að sjá hann brosa“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 07:58 Guðlaugur Victor Pálsson er ánægður með að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur í landsliðinu. Vísir/Samsett mynd Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vilja svara fyrir „stórslysið“, sem átti sér stað í fyrri leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM, í komandi leik liðanna. Þá segir hann það gefa liðinu mikið að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur aftur í landsliðið. „Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira
„Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira