Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 14:58 Tekist var á um álitið sem varð til þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér í dag. Bæði Hildur Sverrisdóttir og Björn Leví Gunnarsson voru áberandi í umræðunni. Vísir/Sara Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent