Bandarísk kona ætlar að keppa við karlana á PGA mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 11:30 Lexi Thompson þáði boð um að taka þátt í karlamóti og verður sjöunda konan í sögunni sem reynir slíkt. AP/Bernat Armangue Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson verður sjöunda konan sem spilar á PGA mótaröðinni í golfi en hún mun keppa á móti í Las Vegas í næstu viku. Thompson spilar vanalega á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð kvenna. Hún hefur unnið ellefu mót á henni. Lexi Thompson is set to make history next week pic.twitter.com/SkWXAy7rh3— espnW (@espnW) October 4, 2023 Lexi verður fyrsta konan síðan árið 2018 sem fær að taka þátt í móti þar sem bestu karlkylfingarnir eru að spila. „Það er auðvitað mjög flott tækifæri fyrir mig að fá að spila við karlana. Það er eitt og sér gott en að fá líka tækifæri til að senda ungum stúlkum og ungum drengjum skilaboð um að enginn draumur er of fjarlægur. Ef þú trúir virkilega á eitthvað þá getur þú gert allt sem þig dreymir um,“ sagði Lexi Thompson. Babe Zaharias varð fyrsta konan til að spila á PGA mótaröðinni en það var árið 1935. Síðan þá hafa þær Shirley Spork, Annika Sörenstam, Suzy Whaley, Michelle Wie West og Brittany Lincicome bæst í hópinn. Lexi Thompson er 28 ára gömul. Hún hefur unnið eitt risamót á ferlinum en verið í öðru sæti á tveimur til viðbótar. Á nýjasta heimslistanum þá er hún í 25. sæti en hún endaði síðasta ár í sjötta sæti. Mótið í Las Vegas hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Lexi Thompson makes history at the Shriners Children's Open this October by accepting a sponsor's invite. She joins just seven women who've competed on the PGA TOUR. An inspiration to all, Lexi reminds us to chase our dreams, no matter the challenge. https://t.co/Pe9zH9ARGj pic.twitter.com/nFVUbZSjNe— Stuart McKinnon (@StuartMcKinnon6) October 5, 2023 Golf Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Thompson spilar vanalega á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð kvenna. Hún hefur unnið ellefu mót á henni. Lexi Thompson is set to make history next week pic.twitter.com/SkWXAy7rh3— espnW (@espnW) October 4, 2023 Lexi verður fyrsta konan síðan árið 2018 sem fær að taka þátt í móti þar sem bestu karlkylfingarnir eru að spila. „Það er auðvitað mjög flott tækifæri fyrir mig að fá að spila við karlana. Það er eitt og sér gott en að fá líka tækifæri til að senda ungum stúlkum og ungum drengjum skilaboð um að enginn draumur er of fjarlægur. Ef þú trúir virkilega á eitthvað þá getur þú gert allt sem þig dreymir um,“ sagði Lexi Thompson. Babe Zaharias varð fyrsta konan til að spila á PGA mótaröðinni en það var árið 1935. Síðan þá hafa þær Shirley Spork, Annika Sörenstam, Suzy Whaley, Michelle Wie West og Brittany Lincicome bæst í hópinn. Lexi Thompson er 28 ára gömul. Hún hefur unnið eitt risamót á ferlinum en verið í öðru sæti á tveimur til viðbótar. Á nýjasta heimslistanum þá er hún í 25. sæti en hún endaði síðasta ár í sjötta sæti. Mótið í Las Vegas hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Lexi Thompson makes history at the Shriners Children's Open this October by accepting a sponsor's invite. She joins just seven women who've competed on the PGA TOUR. An inspiration to all, Lexi reminds us to chase our dreams, no matter the challenge. https://t.co/Pe9zH9ARGj pic.twitter.com/nFVUbZSjNe— Stuart McKinnon (@StuartMcKinnon6) October 5, 2023
Golf Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira