Óskar Hrafn: „Mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2023 19:08 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 0-1 gegn Zorya Luhansk á Laugardalsvelli í annarri umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikarnir voru á löngum köflum sterkari aðili leiksins en komu boltanum ekki sjálfir í netið. „Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Sjá meira
„Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Sjá meira