Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 10:47 Eiðistorg er verslunarkjarni á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla. Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla.
Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira