Óskar Hrafn við son sinn: Ekki láta skömmina festast á þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 08:00 Orri Steinn Óskarsson er að spila með FCK í Meistaradeildinni en hann er nýorðinn nítján ára gamall. Getty/Lars Ronbog Það er svo sannarlega nóg að gera hjá feðgunum Óskari Hrafni Þorvaldssyni og Orra Steini Óskarssyni í þessari viku enda báðir á fullu í Evrópukeppnunum með liðum sínum. Óskar Hrafn stýrir Blikum í dag á heimavelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Orri spilaði á móti Bayern í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Óskar Hrafn missir af tækifærinu að mæta á þessa leiki stráksins síns þar sem hann er sjálfur upptekinn í mjög krefjandi og um leið sögulegu verkefni með Blikum. Hann segir að eiginkonan Laufey Kristjánsdóttir sjái um strákinn en Orri Steinn er enn bara nítján ára gamall. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar hvernig væri að fylgjast með syni sínum á stærsta sviðinu í félagsfótboltanum. Óskar Hrafn Þorvaldsson með Orri Steinni syni sínum eftir Evrópuleik FCK og Blika á Kópavogsvelli í sumar.Vísir/Hulda Margrét Er í aftursætinu en konan sér um strákinn „Það er bara mjög skemmtilegt. Konan fer út og fylgir honum þétt. Ég er þarna einhvers staðar í aftursætinu að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson en Svava hitt hann á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik Blika á Laugardalsvellinum í dag. „Þetta er frábær og mikil reynsla. Hann er búinn að upplifa tvo ólíka hluti í þessum tveimur leikjum sem þeir hafa spilað. Honum var bæði skipt inn á og tekinn út af í Tyrklandi og kemur svo inn á þegar tíu mínútur eru eftir í gær (fyrrakvöld á móti Bayern). Þetta er frábær reynsla fyrir hann sem ungan mann sem er að byrja að láta til sín taka í öflugu liði eins og FCK. Ég er mjög stoltur af honum,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson í leik með FC KaupmannahöfnGetty/Lars Ronbog Orri var varamaður í fyrsta leiknum en var síðan tekinn aftur út af fyrir varnarmann þegar FCK missti mann af velli með rautt spjald. Var erfitt fyrir hann að vera tekinn út af í fyrsta leiknum eftir að hafa verið svo stuttan tíma inn á vellinum? „Nei, nei. Hann er með gott fólk í kringum sig og áttar sig alveg á því að þetta var ekki hans. Auðvitað fylgir þessu einhver skömm, það er ákveðin niðurlæging í því að vera skipt inn á og svo tekin út af aftur. Það er aldrei hægt að segja við þig að það sé þessi ástæða eða hin,“ sagði Óskar Hrafn. Hefur staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu „Þú upplifir þig eins og þú sért aðeins niðurlægður. Við foreldrarnir hans lögðum áherslu á það við hann: Ekki láta skömmina festast á þér. Láttu hana detta af þér í jörðina og stígðu yfir hana. Þetta er engin skömm ekki nema þú gerir það að skömm. Mér finnst hann hafa staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir A-landsliðið á dögunum.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar hann horfir til baka yfir þetta tímabil þá er þetta einn af þessum hlutum sem hjálpa honum að móta hann sem fótboltamann og sem karakter. Eins og sárt og það var á þeim tímapunkti sem það gerðist þá snýst það síðan um það hvernig þú lítur á það og horfir á það í baksýnisspeglinum,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn er mjög hrifinn af FCK og hrósar liðinu í viðtalinu. Næsti mótherji danska liðsins í Meistaradeildinni er síðan Manchester United. Með hvaða liði heldur Orri í ensku úrvalsdeildinni? Orri mætir næsti liðinu sem hann heldur með „Hann heldur með United þannig að hann er að fara á Old Trafford. Það þýðir ekkert fyrir hann að fara sem stuðningsmaður. Hann verður að fara sem leikmaður. Þetta er verkefni sem þarf að vinna,“ sagði Óskar Hrafn. Anthony Martial eftir leik með Manchester United á Old Trafford.Getty/Ash Donelon Óskar talar einnig um þá staðreynd að geta ekki farið á völlinn til að sjá strákinn sinn spila þessa stóru leiki. „Ég get ekki verið að væla yfir því enda sjálfur í stórkostlegu verkefni með mínum leikmönnum og mínu félagi. Það væri mjög skrítið ef ég væri að gráta í koddann heima yfir því,“ sagði Óskar Hrafn. „Þú getur ekki fengið allt í lífinu. Það væri frábært að geta blandað þessu saman en ég myndi frekar vilja sleppa því að sjá leikina hans. Ég vil vera frekar sjálfur vera að stýra Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar heldur en að vera mættur á Parken að horfa á FCK á móti Bayern á þriðjudagskvöldi. Það er ljóst,“ sagði Óskar Hrafn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Meistaradeildarævintýri sonarins Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Óskar Hrafn missir af tækifærinu að mæta á þessa leiki stráksins síns þar sem hann er sjálfur upptekinn í mjög krefjandi og um leið sögulegu verkefni með Blikum. Hann segir að eiginkonan Laufey Kristjánsdóttir sjái um strákinn en Orri Steinn er enn bara nítján ára gamall. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar hvernig væri að fylgjast með syni sínum á stærsta sviðinu í félagsfótboltanum. Óskar Hrafn Þorvaldsson með Orri Steinni syni sínum eftir Evrópuleik FCK og Blika á Kópavogsvelli í sumar.Vísir/Hulda Margrét Er í aftursætinu en konan sér um strákinn „Það er bara mjög skemmtilegt. Konan fer út og fylgir honum þétt. Ég er þarna einhvers staðar í aftursætinu að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson en Svava hitt hann á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik Blika á Laugardalsvellinum í dag. „Þetta er frábær og mikil reynsla. Hann er búinn að upplifa tvo ólíka hluti í þessum tveimur leikjum sem þeir hafa spilað. Honum var bæði skipt inn á og tekinn út af í Tyrklandi og kemur svo inn á þegar tíu mínútur eru eftir í gær (fyrrakvöld á móti Bayern). Þetta er frábær reynsla fyrir hann sem ungan mann sem er að byrja að láta til sín taka í öflugu liði eins og FCK. Ég er mjög stoltur af honum,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson í leik með FC KaupmannahöfnGetty/Lars Ronbog Orri var varamaður í fyrsta leiknum en var síðan tekinn aftur út af fyrir varnarmann þegar FCK missti mann af velli með rautt spjald. Var erfitt fyrir hann að vera tekinn út af í fyrsta leiknum eftir að hafa verið svo stuttan tíma inn á vellinum? „Nei, nei. Hann er með gott fólk í kringum sig og áttar sig alveg á því að þetta var ekki hans. Auðvitað fylgir þessu einhver skömm, það er ákveðin niðurlæging í því að vera skipt inn á og svo tekin út af aftur. Það er aldrei hægt að segja við þig að það sé þessi ástæða eða hin,“ sagði Óskar Hrafn. Hefur staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu „Þú upplifir þig eins og þú sért aðeins niðurlægður. Við foreldrarnir hans lögðum áherslu á það við hann: Ekki láta skömmina festast á þér. Láttu hana detta af þér í jörðina og stígðu yfir hana. Þetta er engin skömm ekki nema þú gerir það að skömm. Mér finnst hann hafa staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir A-landsliðið á dögunum.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar hann horfir til baka yfir þetta tímabil þá er þetta einn af þessum hlutum sem hjálpa honum að móta hann sem fótboltamann og sem karakter. Eins og sárt og það var á þeim tímapunkti sem það gerðist þá snýst það síðan um það hvernig þú lítur á það og horfir á það í baksýnisspeglinum,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn er mjög hrifinn af FCK og hrósar liðinu í viðtalinu. Næsti mótherji danska liðsins í Meistaradeildinni er síðan Manchester United. Með hvaða liði heldur Orri í ensku úrvalsdeildinni? Orri mætir næsti liðinu sem hann heldur með „Hann heldur með United þannig að hann er að fara á Old Trafford. Það þýðir ekkert fyrir hann að fara sem stuðningsmaður. Hann verður að fara sem leikmaður. Þetta er verkefni sem þarf að vinna,“ sagði Óskar Hrafn. Anthony Martial eftir leik með Manchester United á Old Trafford.Getty/Ash Donelon Óskar talar einnig um þá staðreynd að geta ekki farið á völlinn til að sjá strákinn sinn spila þessa stóru leiki. „Ég get ekki verið að væla yfir því enda sjálfur í stórkostlegu verkefni með mínum leikmönnum og mínu félagi. Það væri mjög skrítið ef ég væri að gráta í koddann heima yfir því,“ sagði Óskar Hrafn. „Þú getur ekki fengið allt í lífinu. Það væri frábært að geta blandað þessu saman en ég myndi frekar vilja sleppa því að sjá leikina hans. Ég vil vera frekar sjálfur vera að stýra Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar heldur en að vera mættur á Parken að horfa á FCK á móti Bayern á þriðjudagskvöldi. Það er ljóst,“ sagði Óskar Hrafn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Meistaradeildarævintýri sonarins
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn