Óskar Hrafn við son sinn: Ekki láta skömmina festast á þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 08:00 Orri Steinn Óskarsson er að spila með FCK í Meistaradeildinni en hann er nýorðinn nítján ára gamall. Getty/Lars Ronbog Það er svo sannarlega nóg að gera hjá feðgunum Óskari Hrafni Þorvaldssyni og Orra Steini Óskarssyni í þessari viku enda báðir á fullu í Evrópukeppnunum með liðum sínum. Óskar Hrafn stýrir Blikum í dag á heimavelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Orri spilaði á móti Bayern í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Óskar Hrafn missir af tækifærinu að mæta á þessa leiki stráksins síns þar sem hann er sjálfur upptekinn í mjög krefjandi og um leið sögulegu verkefni með Blikum. Hann segir að eiginkonan Laufey Kristjánsdóttir sjái um strákinn en Orri Steinn er enn bara nítján ára gamall. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar hvernig væri að fylgjast með syni sínum á stærsta sviðinu í félagsfótboltanum. Óskar Hrafn Þorvaldsson með Orri Steinni syni sínum eftir Evrópuleik FCK og Blika á Kópavogsvelli í sumar.Vísir/Hulda Margrét Er í aftursætinu en konan sér um strákinn „Það er bara mjög skemmtilegt. Konan fer út og fylgir honum þétt. Ég er þarna einhvers staðar í aftursætinu að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson en Svava hitt hann á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik Blika á Laugardalsvellinum í dag. „Þetta er frábær og mikil reynsla. Hann er búinn að upplifa tvo ólíka hluti í þessum tveimur leikjum sem þeir hafa spilað. Honum var bæði skipt inn á og tekinn út af í Tyrklandi og kemur svo inn á þegar tíu mínútur eru eftir í gær (fyrrakvöld á móti Bayern). Þetta er frábær reynsla fyrir hann sem ungan mann sem er að byrja að láta til sín taka í öflugu liði eins og FCK. Ég er mjög stoltur af honum,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson í leik með FC KaupmannahöfnGetty/Lars Ronbog Orri var varamaður í fyrsta leiknum en var síðan tekinn aftur út af fyrir varnarmann þegar FCK missti mann af velli með rautt spjald. Var erfitt fyrir hann að vera tekinn út af í fyrsta leiknum eftir að hafa verið svo stuttan tíma inn á vellinum? „Nei, nei. Hann er með gott fólk í kringum sig og áttar sig alveg á því að þetta var ekki hans. Auðvitað fylgir þessu einhver skömm, það er ákveðin niðurlæging í því að vera skipt inn á og svo tekin út af aftur. Það er aldrei hægt að segja við þig að það sé þessi ástæða eða hin,“ sagði Óskar Hrafn. Hefur staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu „Þú upplifir þig eins og þú sért aðeins niðurlægður. Við foreldrarnir hans lögðum áherslu á það við hann: Ekki láta skömmina festast á þér. Láttu hana detta af þér í jörðina og stígðu yfir hana. Þetta er engin skömm ekki nema þú gerir það að skömm. Mér finnst hann hafa staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir A-landsliðið á dögunum.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar hann horfir til baka yfir þetta tímabil þá er þetta einn af þessum hlutum sem hjálpa honum að móta hann sem fótboltamann og sem karakter. Eins og sárt og það var á þeim tímapunkti sem það gerðist þá snýst það síðan um það hvernig þú lítur á það og horfir á það í baksýnisspeglinum,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn er mjög hrifinn af FCK og hrósar liðinu í viðtalinu. Næsti mótherji danska liðsins í Meistaradeildinni er síðan Manchester United. Með hvaða liði heldur Orri í ensku úrvalsdeildinni? Orri mætir næsti liðinu sem hann heldur með „Hann heldur með United þannig að hann er að fara á Old Trafford. Það þýðir ekkert fyrir hann að fara sem stuðningsmaður. Hann verður að fara sem leikmaður. Þetta er verkefni sem þarf að vinna,“ sagði Óskar Hrafn. Anthony Martial eftir leik með Manchester United á Old Trafford.Getty/Ash Donelon Óskar talar einnig um þá staðreynd að geta ekki farið á völlinn til að sjá strákinn sinn spila þessa stóru leiki. „Ég get ekki verið að væla yfir því enda sjálfur í stórkostlegu verkefni með mínum leikmönnum og mínu félagi. Það væri mjög skrítið ef ég væri að gráta í koddann heima yfir því,“ sagði Óskar Hrafn. „Þú getur ekki fengið allt í lífinu. Það væri frábært að geta blandað þessu saman en ég myndi frekar vilja sleppa því að sjá leikina hans. Ég vil vera frekar sjálfur vera að stýra Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar heldur en að vera mættur á Parken að horfa á FCK á móti Bayern á þriðjudagskvöldi. Það er ljóst,“ sagði Óskar Hrafn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Meistaradeildarævintýri sonarins Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Óskar Hrafn missir af tækifærinu að mæta á þessa leiki stráksins síns þar sem hann er sjálfur upptekinn í mjög krefjandi og um leið sögulegu verkefni með Blikum. Hann segir að eiginkonan Laufey Kristjánsdóttir sjái um strákinn en Orri Steinn er enn bara nítján ára gamall. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar hvernig væri að fylgjast með syni sínum á stærsta sviðinu í félagsfótboltanum. Óskar Hrafn Þorvaldsson með Orri Steinni syni sínum eftir Evrópuleik FCK og Blika á Kópavogsvelli í sumar.Vísir/Hulda Margrét Er í aftursætinu en konan sér um strákinn „Það er bara mjög skemmtilegt. Konan fer út og fylgir honum þétt. Ég er þarna einhvers staðar í aftursætinu að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson en Svava hitt hann á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik Blika á Laugardalsvellinum í dag. „Þetta er frábær og mikil reynsla. Hann er búinn að upplifa tvo ólíka hluti í þessum tveimur leikjum sem þeir hafa spilað. Honum var bæði skipt inn á og tekinn út af í Tyrklandi og kemur svo inn á þegar tíu mínútur eru eftir í gær (fyrrakvöld á móti Bayern). Þetta er frábær reynsla fyrir hann sem ungan mann sem er að byrja að láta til sín taka í öflugu liði eins og FCK. Ég er mjög stoltur af honum,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson í leik með FC KaupmannahöfnGetty/Lars Ronbog Orri var varamaður í fyrsta leiknum en var síðan tekinn aftur út af fyrir varnarmann þegar FCK missti mann af velli með rautt spjald. Var erfitt fyrir hann að vera tekinn út af í fyrsta leiknum eftir að hafa verið svo stuttan tíma inn á vellinum? „Nei, nei. Hann er með gott fólk í kringum sig og áttar sig alveg á því að þetta var ekki hans. Auðvitað fylgir þessu einhver skömm, það er ákveðin niðurlæging í því að vera skipt inn á og svo tekin út af aftur. Það er aldrei hægt að segja við þig að það sé þessi ástæða eða hin,“ sagði Óskar Hrafn. Hefur staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu „Þú upplifir þig eins og þú sért aðeins niðurlægður. Við foreldrarnir hans lögðum áherslu á það við hann: Ekki láta skömmina festast á þér. Láttu hana detta af þér í jörðina og stígðu yfir hana. Þetta er engin skömm ekki nema þú gerir það að skömm. Mér finnst hann hafa staðið mjög sterkur upp úr þessari reynslu,“ sagði Óskar Hrafn. Orri Óskarsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir A-landsliðið á dögunum.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar hann horfir til baka yfir þetta tímabil þá er þetta einn af þessum hlutum sem hjálpa honum að móta hann sem fótboltamann og sem karakter. Eins og sárt og það var á þeim tímapunkti sem það gerðist þá snýst það síðan um það hvernig þú lítur á það og horfir á það í baksýnisspeglinum,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn er mjög hrifinn af FCK og hrósar liðinu í viðtalinu. Næsti mótherji danska liðsins í Meistaradeildinni er síðan Manchester United. Með hvaða liði heldur Orri í ensku úrvalsdeildinni? Orri mætir næsti liðinu sem hann heldur með „Hann heldur með United þannig að hann er að fara á Old Trafford. Það þýðir ekkert fyrir hann að fara sem stuðningsmaður. Hann verður að fara sem leikmaður. Þetta er verkefni sem þarf að vinna,“ sagði Óskar Hrafn. Anthony Martial eftir leik með Manchester United á Old Trafford.Getty/Ash Donelon Óskar talar einnig um þá staðreynd að geta ekki farið á völlinn til að sjá strákinn sinn spila þessa stóru leiki. „Ég get ekki verið að væla yfir því enda sjálfur í stórkostlegu verkefni með mínum leikmönnum og mínu félagi. Það væri mjög skrítið ef ég væri að gráta í koddann heima yfir því,“ sagði Óskar Hrafn. „Þú getur ekki fengið allt í lífinu. Það væri frábært að geta blandað þessu saman en ég myndi frekar vilja sleppa því að sjá leikina hans. Ég vil vera frekar sjálfur vera að stýra Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar heldur en að vera mættur á Parken að horfa á FCK á móti Bayern á þriðjudagskvöldi. Það er ljóst,“ sagði Óskar Hrafn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Meistaradeildarævintýri sonarins
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira