„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 20:29 Ragnar Þór er ekki ánægður með Ásgeir. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. „Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan: Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan:
Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent