Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. september 2023 15:00 Alberto Nuñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins tókst ekki að mynda ríkisstjórn eftir að hafa haft stjórnarmyndunarumboðið í rúman mánuð. Pedro Sánchez, forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista fer á fund Fillipusar VI Spánarkonungs eftir helgi og tekur við stjórnarmyndunarumboði. Juan Carlos Rojas/Getty Images Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Sjá meira
Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Sjá meira
Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00
Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49