Sjáðu þrennu Pedersens, mörkin sem felldu Keflavík og öll hin úr Bestu deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2023 10:00 Patrick Pedersen skoraði þrisvar sinnum gegn Breiðabliki. vísir/anton Patrick Pedersen skoraði þrjú af þeim 22 mörkum sem voru gerð í 25. umferð Bestu deildar karla í gær. Valur tryggði sér 2. sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Breiðabliki á Origo-vellinum. Pedersen skoraði þrennu fyrir Valsmenn og þá gerði Anton Ari Einarsson sjálfsmark. Anton Logi Lúðvíksson og Kristófer Ingi Kristinsson skoruðu fyrir Blika. Klippa: Valur 4-2 Breiðablik Stjarnan kom sér í góða stöðu í baráttunni um Evrópusæti með 2-0 sigri á KR á heimavelli. Emil Atlason skoraði bæði mörk leiksins. Hann er markahæstur í deildinni með sautján mörk og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í efstu deild. Klippa: Stjarnan 2-0 KR Íslandsmeistarar Víkings komu til baka og sigruðu FH í Víkinni, 2-1. FH-ingar voru yfir í hálfleik eftir að Björn Daníel Sverrisson skoraði. Snemma í seinni hálfleik fékk Ástbjörn Þórðarson rautt spjald og Víkingar nýttu sér það. Aron Elís Þrándarson jafnaði og Nikolaj Hansen skoraði svo sigurmark meistaranna. Klippa: Víkingur 2-1 FH Keflavík féll úr Bestu deildinni eftir 3-1 tap fyrir Fram í Úlfarsárdalnum. Guðmundur Magnússon, Jannik Pohl og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Frammara sem eru nú þremur stigum frá fallsæti þegar tveimur umferðum er ólokið. Edon Osmani skoraði fyrir Keflvíkinga. Klippa: Fram 3-1 Keflavík Þrátt fyrir að vera manni færri í 84 mínútur eftir að Sveinn Gísli Þorkelsson fékk rautt spjald gerði Fylkir jafntefli við HK í Kórnum, 2-2. Atli Arnarson og Anton Söjberg skoruðu fyrir HK-inga en Benedikt Daríus Garðarsson og Þórður Gunnar Hafþórsson jöfnuðu tvisvar fyrir Fylkismenn. Klippa: HK 2-2 Fylkir Þá vann KA ÍBV, 2-1, fyrir norðan. KA-menn hafa unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni. Jóan Símun Edmundsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk Akureyringa en Jón Ingason gerði mark Eyjamanna með skoti beint úr aukaspyrnu. Klippa: KA 2-1 ÍBV Öll mörkin úr 25. umferð Bestu deildarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Valur tryggði sér 2. sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Breiðabliki á Origo-vellinum. Pedersen skoraði þrennu fyrir Valsmenn og þá gerði Anton Ari Einarsson sjálfsmark. Anton Logi Lúðvíksson og Kristófer Ingi Kristinsson skoruðu fyrir Blika. Klippa: Valur 4-2 Breiðablik Stjarnan kom sér í góða stöðu í baráttunni um Evrópusæti með 2-0 sigri á KR á heimavelli. Emil Atlason skoraði bæði mörk leiksins. Hann er markahæstur í deildinni með sautján mörk og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í efstu deild. Klippa: Stjarnan 2-0 KR Íslandsmeistarar Víkings komu til baka og sigruðu FH í Víkinni, 2-1. FH-ingar voru yfir í hálfleik eftir að Björn Daníel Sverrisson skoraði. Snemma í seinni hálfleik fékk Ástbjörn Þórðarson rautt spjald og Víkingar nýttu sér það. Aron Elís Þrándarson jafnaði og Nikolaj Hansen skoraði svo sigurmark meistaranna. Klippa: Víkingur 2-1 FH Keflavík féll úr Bestu deildinni eftir 3-1 tap fyrir Fram í Úlfarsárdalnum. Guðmundur Magnússon, Jannik Pohl og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Frammara sem eru nú þremur stigum frá fallsæti þegar tveimur umferðum er ólokið. Edon Osmani skoraði fyrir Keflvíkinga. Klippa: Fram 3-1 Keflavík Þrátt fyrir að vera manni færri í 84 mínútur eftir að Sveinn Gísli Þorkelsson fékk rautt spjald gerði Fylkir jafntefli við HK í Kórnum, 2-2. Atli Arnarson og Anton Söjberg skoruðu fyrir HK-inga en Benedikt Daríus Garðarsson og Þórður Gunnar Hafþórsson jöfnuðu tvisvar fyrir Fylkismenn. Klippa: HK 2-2 Fylkir Þá vann KA ÍBV, 2-1, fyrir norðan. KA-menn hafa unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni. Jóan Símun Edmundsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk Akureyringa en Jón Ingason gerði mark Eyjamanna með skoti beint úr aukaspyrnu. Klippa: KA 2-1 ÍBV Öll mörkin úr 25. umferð Bestu deildarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira