Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 18:59 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. „Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“ Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
„Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“
Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira