Innlent

Kjartan Bjarni metinn hæfastur

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan Bjarni Björgvinsson starfar sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Kjartan Bjarni Björgvinsson starfar sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Dómnefnd metur það sem svo að Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fjórir sóttu um stöðuna.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en staðan var auglýst laus til umsóknar í júlí vegna leyfis dómara við réttinn. Sett verður í embættið til og með 28. febrúar 2029.

„Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur og er það niðurstaða nefndarinnar að Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embættið,“ segir í tilkynningunni.

Kjartan Bjarni starfar nú sem dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur en áður hefur hann meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Uppfært 29. september

Kjartan Bjarni hefur verið settur dómari við Landsrétt frá og með 9. október til og með 29. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×