Prjónaæði grípur um sig - heimsóknum fjölgar um 900 prósent Icewear 27. september 2023 13:03 Fyrsta sérverslun Icewear með garn var opnuð fyrr á árinu í Fákafeni 9. Nýjung í vefverslun icewear.is fær frábær viðbrögð. Icewear hefur heldur betur hrist upp í prjónaheiminum eftir að fyrirtækið hóf framleiðslu á bandi og opnaði sérverslun í Fákafeni með band og handprjónavörur. Splunkunýr valmöguleiki á heimasíðu verslunarinnar sópar að sér heimsóknum. „Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún. Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún.
Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Sjá meira