Osimhen hótar að fara í mál við Napoli vegna niðurlægjandi myndbanda á TikTok Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2023 08:31 Victor Osimhen varð fyrir aðkasti í myndböndum á TikTok síðu Napoli. Umboðsmaður Victors Osimhen, leikmanns Ítalíumeistara Napoli, hefur hótað að fara í mál við félagið vegna myndbanda sem birtust á TikTok aðgangi þess. Þar er gert grín að vítaklúðri Osimhens gegn Bologna um helgina. Undir myndbandinu hljómar skræk rödd sem segir „gefðu mér vítaspyrnu“. Í öðru myndbandi á TikTok síðu Napoli er Osimhen líkt við kókoshnetu. This was the original video posted by Napoli about Victor Osimhen and then deleted. player s agent Calenda announced that Osimhen is considering to take legal action against Napoli. pic.twitter.com/0PLunco9aD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 26, 2023 Búið er að eyða myndbandinu en skaðinn er skeður. Umboðsmaður Osimhens, Roberto Calenda, sagði að á Twitter að hann væri að íhuga að fara í mál við Napoli. „Við áskiljum okkur rétt til að fara í mál og gera allt til að verja Victor. Það sem gerðist í dag á TikTok er ekki boðlegt,“ skrifaði Calenda. „Myndband þar sem gert var grín að Victor var fyrst birt en svo eytt. Þetta er alvarlegt mál sem veldur leikmanninum skaða og er enn eitt dæmið um slæma meðferð sem hann hefur mátt þola undanfarin misseri.“ Osimhen klúðraði víti í leiknum gegn Bologna um helgina og var alls ekki sáttur við Rudi Garcia, knattspyrnustjóra Napoli, þegar hann tók hann af velli. Osimhen baðst seinna afsökunar á framkomu sinni. Glöggir netverjar hafa tekið eftir að Osinhem hefur eytt öllu efni tengdu Napoli af samfélagsmiðlum sínum eftir að myndböndin voru birt á TikTok. Osimhen var markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 26 mörk. Napoli varð meistari í fyrsta sinn í 33 ár. Ítalski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Þar er gert grín að vítaklúðri Osimhens gegn Bologna um helgina. Undir myndbandinu hljómar skræk rödd sem segir „gefðu mér vítaspyrnu“. Í öðru myndbandi á TikTok síðu Napoli er Osimhen líkt við kókoshnetu. This was the original video posted by Napoli about Victor Osimhen and then deleted. player s agent Calenda announced that Osimhen is considering to take legal action against Napoli. pic.twitter.com/0PLunco9aD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 26, 2023 Búið er að eyða myndbandinu en skaðinn er skeður. Umboðsmaður Osimhens, Roberto Calenda, sagði að á Twitter að hann væri að íhuga að fara í mál við Napoli. „Við áskiljum okkur rétt til að fara í mál og gera allt til að verja Victor. Það sem gerðist í dag á TikTok er ekki boðlegt,“ skrifaði Calenda. „Myndband þar sem gert var grín að Victor var fyrst birt en svo eytt. Þetta er alvarlegt mál sem veldur leikmanninum skaða og er enn eitt dæmið um slæma meðferð sem hann hefur mátt þola undanfarin misseri.“ Osimhen klúðraði víti í leiknum gegn Bologna um helgina og var alls ekki sáttur við Rudi Garcia, knattspyrnustjóra Napoli, þegar hann tók hann af velli. Osimhen baðst seinna afsökunar á framkomu sinni. Glöggir netverjar hafa tekið eftir að Osinhem hefur eytt öllu efni tengdu Napoli af samfélagsmiðlum sínum eftir að myndböndin voru birt á TikTok. Osimhen var markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 26 mörk. Napoli varð meistari í fyrsta sinn í 33 ár.
Ítalski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira