Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Sunna Sæmundsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 25. september 2023 21:01 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir, kallar eftir reglugerð um notkun fylliefna. vísir/Vilhelm Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið. Kompás Lýtalækningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið.
Kompás Lýtalækningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira