Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning með köflum en að mestu léttskýjað á Vesturlandi.
Hiti verður frá þremur stigum norðantil upp í fjórtán stig syðst á landinu.
„Á morgun verður norðaustan 10-20 m/s og rigning, hvassast á Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 8-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Rigning, einkum norðan- og austantil og hiti 3 til 11 stig, mildast á Suðurlandi.
Á miðvikudag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning með köflum, en að mestu þurrt austanlands. Hiti 2 til 10 stig.
Á fimmtudag: Norðaustlæg átt og lítilsháttar væta öðru hvoru, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 1 til 11 stig, mildast fyrir sunnan.
Á föstudag: Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil væta af og til, en bjartviðri suðvestantil. Svalt í veðri.
Á laugardag: Austan og suðaustan átt og rigning með köflum, en úrkomuminna norðanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Útlit fyrir austan og norðaustan átt og rigningu.