Segir Glódísi Perlu einn besta leikmann Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 23:30 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar gegn Wales. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eina markið í sigurleik Íslands á Wales í Þjóðadeildinni í gær. Elísa Viðarsdóttir segir að Glódís Perla sé einn besti leikmaður Evrópu. Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira