Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 12:45 Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri hjá Hafrannsóknunarstofnun. Vísir/Arnar/Elías Pétur Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. Norskir rekkafarar hafa farið í ár á Vestfjörðum síðustu daga og freistað þess að veiða eldislax sem slapp úr sjókvíum Artic Sea Farm á Patreksfirði í sumar. RÚV greinir frá því að markmið aðgerðanna sé að koma í veg fyrir innblöndun norska erfðalaxins við villta íslenska laxins. Kynþroskinn keyri eldislaxinn áfram Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknunarstofnun segir í samtali við fréttastofu að fjörutíu af fjörutíu og tveimur löxum sem sendir hafa verið til greiningar hjá stofnuninni hafi verið kynþroska. „Það er það sem við erum búin að fá í hús og fara í gegnum. Það eru reyndar fleiri fiskar sem komu frosnir sem á eftir að fara í gegnum og rannsaka en þetta eru um það bil hlutföllin. Og það er náttúrulega ástæðan fyrir því að þau eru greyin að leita upp í árnar. Þetta er kynþroskinn sem dregur þá þangað,“ segir Guðni. Er þetta ekki það sem menn óttuðust? „Jú, það er það sem að í rauninni allar aðgerðir hafa miðað við. Í fyrsta lagi að halda fiskum inni í sínum kvíum og síðan að vera með mótvægisaðgerðir þannig að forðast að þeir verði kynþroska. Það er reyndar búið að kynbæta þá fyrir síðkynþroska og vexti. En eitt af því sem menn hafa verið að beita er að hafa ljósastýringar líka í kvíunum þannig að fiskar verði ekki varir við breytinguna í daglengd. Það er breytingin í daglengd sem ræður því hvenær þeir fara í kynþroska. Þeir skynja það á breytingunni að nú sé komið haust og þá sé tími til að koma sínum genum áfram.“ Hann segir að verið sé að leita frekari aðferða til að bæla kynþroska eldislaxa en aðferðirnar hafi ekki náð viðunandi árangri. Í Noregi hafi þeir til dæmis hætt að nota slíkar aðferðir vegna dýraverndunarsjónarmiða. Rúmlega þúsund fiskar kynþroska Guðni segir að slysið sé það afdrifaríkasta sinnar tegundar hér á landi. Hafrannsóknarstofnun hafi ekki áður orðið vör við þetta háa hlutfall kynþroska eldislaxa eftir slysasleppingu. „Það var náttúrulega búið að slátra upp úr þessari kví sem götin komu á. En það var gerð mæling á kynþroskastigi í annarri kví á sama stað og þar voru 35 prósent í úrtakinu sem voru kynþroska sem að bendir kannski til þess að þriðjungur af þessum 3.500, ef að sú tala er rétt – hún er svona með öryggismörkum, það er það sem að við eigum von á að leiti upp í ár. Fiskar sem sleppa ókynþroska, það er náttúrulega hærri dánartala á þeim heldur en þessum sem eru orðnir stórir og leita beint inn í ár til hrygningar.“ Hann segir norska eldislaxinn ansi frábrugðinn íslenska laxinum. Hér á landi, og víðar í Evrópu, hafi villti laxinn aðlagast umhverfi sínum í þúsundir ára; þeir hæfustu lifi enda af. Norska kynbótalaxinn sé hins vegar búið að rækta fyrir vaxtahraða, holdgæði og aðra eftirsótta eiginleika eldisfiska. „Hætta á að stofnarnir minnki“ „Ef að [eldislaxinn] fer að blandast okkar stofnum þá bæði hefur það áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og hættan er sú að smám saman minnki þróttur okkar laxastofna þannig að það komi niður á stofnstærðum þegar að fram líða stundir [...] Og svo fyrir utan að laxastofnar í Atlantshafi eiga undir högg að sækja af umhverfislegum ástæðum og ef það eru aðrir þættir sem að leggjast ofan á þá er hætta á því að stofnarnir minnki og þar með bæði náttúruverðmæti þeirra og síðan nýtingarverðmæti, sem er mjög mikið.“ Guðni segir of snemmt að segja til um hvort að slysið hafi valdið óafturkræfum skaða á umhverfi. Það þurfi að koma í ljós hve margir eldisfiskar taki þátt í hrygningu svo og hve mörgum hægt verði að ná áður en til þess kemur. „Menn sjá umfangið náttúrulega ekki nærri, nærri strax. Það þarf að mæla það yfir lengri tíma. Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast og vilja forðast í lengstu lög af því að ef að innblöndunin verður að þá eru miklar líkur til þess að hún sé óafturkræf,“ segir Guðni Guðbergsson sviðsstjóri á ferskvatns- og eldissviði Hafrannsóknarstofnunar. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Norskir rekkafarar hafa farið í ár á Vestfjörðum síðustu daga og freistað þess að veiða eldislax sem slapp úr sjókvíum Artic Sea Farm á Patreksfirði í sumar. RÚV greinir frá því að markmið aðgerðanna sé að koma í veg fyrir innblöndun norska erfðalaxins við villta íslenska laxins. Kynþroskinn keyri eldislaxinn áfram Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknunarstofnun segir í samtali við fréttastofu að fjörutíu af fjörutíu og tveimur löxum sem sendir hafa verið til greiningar hjá stofnuninni hafi verið kynþroska. „Það er það sem við erum búin að fá í hús og fara í gegnum. Það eru reyndar fleiri fiskar sem komu frosnir sem á eftir að fara í gegnum og rannsaka en þetta eru um það bil hlutföllin. Og það er náttúrulega ástæðan fyrir því að þau eru greyin að leita upp í árnar. Þetta er kynþroskinn sem dregur þá þangað,“ segir Guðni. Er þetta ekki það sem menn óttuðust? „Jú, það er það sem að í rauninni allar aðgerðir hafa miðað við. Í fyrsta lagi að halda fiskum inni í sínum kvíum og síðan að vera með mótvægisaðgerðir þannig að forðast að þeir verði kynþroska. Það er reyndar búið að kynbæta þá fyrir síðkynþroska og vexti. En eitt af því sem menn hafa verið að beita er að hafa ljósastýringar líka í kvíunum þannig að fiskar verði ekki varir við breytinguna í daglengd. Það er breytingin í daglengd sem ræður því hvenær þeir fara í kynþroska. Þeir skynja það á breytingunni að nú sé komið haust og þá sé tími til að koma sínum genum áfram.“ Hann segir að verið sé að leita frekari aðferða til að bæla kynþroska eldislaxa en aðferðirnar hafi ekki náð viðunandi árangri. Í Noregi hafi þeir til dæmis hætt að nota slíkar aðferðir vegna dýraverndunarsjónarmiða. Rúmlega þúsund fiskar kynþroska Guðni segir að slysið sé það afdrifaríkasta sinnar tegundar hér á landi. Hafrannsóknarstofnun hafi ekki áður orðið vör við þetta háa hlutfall kynþroska eldislaxa eftir slysasleppingu. „Það var náttúrulega búið að slátra upp úr þessari kví sem götin komu á. En það var gerð mæling á kynþroskastigi í annarri kví á sama stað og þar voru 35 prósent í úrtakinu sem voru kynþroska sem að bendir kannski til þess að þriðjungur af þessum 3.500, ef að sú tala er rétt – hún er svona með öryggismörkum, það er það sem að við eigum von á að leiti upp í ár. Fiskar sem sleppa ókynþroska, það er náttúrulega hærri dánartala á þeim heldur en þessum sem eru orðnir stórir og leita beint inn í ár til hrygningar.“ Hann segir norska eldislaxinn ansi frábrugðinn íslenska laxinum. Hér á landi, og víðar í Evrópu, hafi villti laxinn aðlagast umhverfi sínum í þúsundir ára; þeir hæfustu lifi enda af. Norska kynbótalaxinn sé hins vegar búið að rækta fyrir vaxtahraða, holdgæði og aðra eftirsótta eiginleika eldisfiska. „Hætta á að stofnarnir minnki“ „Ef að [eldislaxinn] fer að blandast okkar stofnum þá bæði hefur það áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og hættan er sú að smám saman minnki þróttur okkar laxastofna þannig að það komi niður á stofnstærðum þegar að fram líða stundir [...] Og svo fyrir utan að laxastofnar í Atlantshafi eiga undir högg að sækja af umhverfislegum ástæðum og ef það eru aðrir þættir sem að leggjast ofan á þá er hætta á því að stofnarnir minnki og þar með bæði náttúruverðmæti þeirra og síðan nýtingarverðmæti, sem er mjög mikið.“ Guðni segir of snemmt að segja til um hvort að slysið hafi valdið óafturkræfum skaða á umhverfi. Það þurfi að koma í ljós hve margir eldisfiskar taki þátt í hrygningu svo og hve mörgum hægt verði að ná áður en til þess kemur. „Menn sjá umfangið náttúrulega ekki nærri, nærri strax. Það þarf að mæla það yfir lengri tíma. Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast og vilja forðast í lengstu lög af því að ef að innblöndunin verður að þá eru miklar líkur til þess að hún sé óafturkræf,“ segir Guðni Guðbergsson sviðsstjóri á ferskvatns- og eldissviði Hafrannsóknarstofnunar.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55