Kids Coolshop opnar nýja verslun í Skeifunni Kids Coolshop 22. september 2023 20:23 Ólafur Hrafn Halldórsson, rekstrarstjóri Kids Coolshop á Íslandi. Ný verslun verðu opnuð á morgun, laugardag. Ný verslun Kids Coolshop verður opnuð í Skeifunni 7 á morgun, laugardag. Í tilefni dagsins er börnum og fullorðnum boðið á glæsilega opnunarhátíð með fullt af fjöri og tilboðum. „Við erum að koma til móts við viðskiptavini okkar sem höfðu kallað eftir okkur meira miðsvæðis. Fyrir erum við á Smáratorgi í Kópavogi og á Glerártorgi á Akureyri og Skeifan er því frábær viðbót. Það er þægilegt fyrir fólk að koma hér við,“ segir Ólafur Hrafn Halldórsson, rekstrarstjóri Kids Coolshop á Íslandi. Nýja verslunin er glæsileg, 1100 fm að stærð og býður gríðarlegt úrval leikfanga. Ólafur segir heimsókn í búðina verða ævintýri líkast. „Við leggjum okkur fram um að það sé alltaf upplifun að koma til okkar. Kids Coolshop er ævintýraheimur leikfanga og í búðunum erum við alltaf með leiksvæði, rennibraut og borð þar sem hægt er að kubba og fleira. Á opnunarhátíðinni verður sérstaklega mikið um dýrðir, Einar Aron töframaður býr til blöðrudýr fyrir krakkana, andlitsmálun verður í boði, poppvél og léttar veitingar. Fyrstu 50 viðskiptavinirnir fá ókeypis módel af Kids Coolshop bílnum sem við frumsýnum á laugardaginn,“ segir Ólafur. Jólagjafakaupin í gang Þá verður einnig 20% afsláttur af öllum vörum í versluninni á morgun og því tilvalið að hefja jólagjafakaupin. Ólafur segir langt því frá að krakkar í dag leiki sér bara í símanum. „Við heyrum þetta oft, að krakkarnir séu bara í símanum en við sjáum það svo sannarlega á krökkum sem koma hingað inn að það er ennþá verið að leika sér með alvöru leikföng. Það er til dæmis mikil eftirspurn eftir leikföngum í dag sem eru líka hugaríþrótt, eins og Lego, þar sem krakkarnir þurfa að nota hugmyndaflugið og skapa en líka að æfa sig í að fylgja leiðbeiningum og leysa þrautir. „Við erum til dæmis með mjög stóra Legodeild hér í nýju búðinni miðað við flatarmál en það er bara í takt við eftirspurnina. Við Íslendingar erum Lego-óð, það er miklu meira keypt af Lego hér á landi í samanburði við Danmörku til dæmis, miðað við höfðatölu. Annars sjáum við að þessi klassísku vörumerki eins og Barbie, Lego, Babyborn og fleiri njóta alltaf mikilla vinsælda og svo bætist alltaf eitthvað nýtt við flóruna, Hvolpasveit, Squishmallows bangsarnir sem krakkar eru að safna og margt fleira,“ Segir Ólafur. Opið verður í Skeifunni alla daga frá 11-18. Verslun Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
„Við erum að koma til móts við viðskiptavini okkar sem höfðu kallað eftir okkur meira miðsvæðis. Fyrir erum við á Smáratorgi í Kópavogi og á Glerártorgi á Akureyri og Skeifan er því frábær viðbót. Það er þægilegt fyrir fólk að koma hér við,“ segir Ólafur Hrafn Halldórsson, rekstrarstjóri Kids Coolshop á Íslandi. Nýja verslunin er glæsileg, 1100 fm að stærð og býður gríðarlegt úrval leikfanga. Ólafur segir heimsókn í búðina verða ævintýri líkast. „Við leggjum okkur fram um að það sé alltaf upplifun að koma til okkar. Kids Coolshop er ævintýraheimur leikfanga og í búðunum erum við alltaf með leiksvæði, rennibraut og borð þar sem hægt er að kubba og fleira. Á opnunarhátíðinni verður sérstaklega mikið um dýrðir, Einar Aron töframaður býr til blöðrudýr fyrir krakkana, andlitsmálun verður í boði, poppvél og léttar veitingar. Fyrstu 50 viðskiptavinirnir fá ókeypis módel af Kids Coolshop bílnum sem við frumsýnum á laugardaginn,“ segir Ólafur. Jólagjafakaupin í gang Þá verður einnig 20% afsláttur af öllum vörum í versluninni á morgun og því tilvalið að hefja jólagjafakaupin. Ólafur segir langt því frá að krakkar í dag leiki sér bara í símanum. „Við heyrum þetta oft, að krakkarnir séu bara í símanum en við sjáum það svo sannarlega á krökkum sem koma hingað inn að það er ennþá verið að leika sér með alvöru leikföng. Það er til dæmis mikil eftirspurn eftir leikföngum í dag sem eru líka hugaríþrótt, eins og Lego, þar sem krakkarnir þurfa að nota hugmyndaflugið og skapa en líka að æfa sig í að fylgja leiðbeiningum og leysa þrautir. „Við erum til dæmis með mjög stóra Legodeild hér í nýju búðinni miðað við flatarmál en það er bara í takt við eftirspurnina. Við Íslendingar erum Lego-óð, það er miklu meira keypt af Lego hér á landi í samanburði við Danmörku til dæmis, miðað við höfðatölu. Annars sjáum við að þessi klassísku vörumerki eins og Barbie, Lego, Babyborn og fleiri njóta alltaf mikilla vinsælda og svo bætist alltaf eitthvað nýtt við flóruna, Hvolpasveit, Squishmallows bangsarnir sem krakkar eru að safna og margt fleira,“ Segir Ólafur. Opið verður í Skeifunni alla daga frá 11-18.
Verslun Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira