Ármann tók sín fyrstu stig á tímabilinu gegn Blikum 21. september 2023 21:50 Ármann vann góðan sigur gegn Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis, en sá leikvangur virðist vera í einkar miklu uppáhaldi hjá spilurum Ljósleiðaradeildarinnar. Leikmenn Ármanns tóku hnífalotuna og völdu að spila fyrri hálfleik í sókn, en í fyrstu umferð töpuðu þeir gegn Þórsurum eftir slaka frammistöðu í sókn á Anubis. Þó var ekki að sjá neinn slappleika hjá leikmönnum Ármanns sem spiluðu sóknina af mikilli yfirvegun og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Blikar héldu þó í við mótherja sína og jöfnuðu leikinn í 3-3. Ármann fór þá að spila harðari sókn og virtist einbeita sér að því að taka sprengjusvæðin sem fyrst, en leikplön þeirra báru svo sannarlega ávöxt þegar þeir tóku sjö lotur í röð og komu stöðunni í 3-10. Blikar náðu þó að sigra eina lotu til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla að taka fyrstu lotu seinni hálfleiks en leikmenn Ármanns sýndu mikla yfirvegun og tóku 16. lotuna. Áfram hélt sigurganga Ármanns en þeir komust í stöðuna 4-15 í seinni hálfleik þar sem leikmenn liðsins deildu fellunum bróðurlega á milli sín. Blikar þurftu því að sigra hverja einustu lotu til að knýja fram framlengingu. Blikar tóku næstu 4 lotur en leikmenn Ármanns bundu hins vegar enda á leikinn í lotu 25. Lokatölur: 8-16 Ármann eru nú komnir með sín fyrstu stig en þeir eru efstir í miðjuslagnum með +6 í lotumismun. Blikar þurfa hins vegar að sætta sig við sitt annað tap í deildinni en aðeins ÍBV hefur einnig tapað báðum sínum viðureignum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn
Leikurinn fór fram á Anubis, en sá leikvangur virðist vera í einkar miklu uppáhaldi hjá spilurum Ljósleiðaradeildarinnar. Leikmenn Ármanns tóku hnífalotuna og völdu að spila fyrri hálfleik í sókn, en í fyrstu umferð töpuðu þeir gegn Þórsurum eftir slaka frammistöðu í sókn á Anubis. Þó var ekki að sjá neinn slappleika hjá leikmönnum Ármanns sem spiluðu sóknina af mikilli yfirvegun og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Blikar héldu þó í við mótherja sína og jöfnuðu leikinn í 3-3. Ármann fór þá að spila harðari sókn og virtist einbeita sér að því að taka sprengjusvæðin sem fyrst, en leikplön þeirra báru svo sannarlega ávöxt þegar þeir tóku sjö lotur í röð og komu stöðunni í 3-10. Blikar náðu þó að sigra eina lotu til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla að taka fyrstu lotu seinni hálfleiks en leikmenn Ármanns sýndu mikla yfirvegun og tóku 16. lotuna. Áfram hélt sigurganga Ármanns en þeir komust í stöðuna 4-15 í seinni hálfleik þar sem leikmenn liðsins deildu fellunum bróðurlega á milli sín. Blikar þurftu því að sigra hverja einustu lotu til að knýja fram framlengingu. Blikar tóku næstu 4 lotur en leikmenn Ármanns bundu hins vegar enda á leikinn í lotu 25. Lokatölur: 8-16 Ármann eru nú komnir með sín fyrstu stig en þeir eru efstir í miðjuslagnum með +6 í lotumismun. Blikar þurfa hins vegar að sætta sig við sitt annað tap í deildinni en aðeins ÍBV hefur einnig tapað báðum sínum viðureignum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn