Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 10:07 Björg Ásta er nýr aðstoðarmaður Guðrúnar. Stjórnarráðið/Vísir/Vilhelm Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. Björg Ásta lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Björg hefur starfað sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins frá árinu 2015 og starfaði þar áður sem lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Þá starfaði hún hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún hefur jafnframt starfað í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Björg Ásta sé fædd og uppalin á Suðurnesjum og eigi að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum knattspyrnuliðum og landsliðinu. Björg hafi sinnt sjálfboðaliðastarfi á sviði íþróttamála og sitji nú í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hafi Björg verið virk í félagsstarfi og sinnt formennsku í MS-félagi Íslands. Björg Ásta sé búsett á Suðurnesjum þar sem hún er fædd og uppalin. Hún sé í sambúð með Ósk Laufeyju Breiðfjörð og þær eigi þrjú börn. Hreinn náði tæpum þremur mánuðum í þetta skiptið Hreinn Loftsson var ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra þann 22. júní síðastliðinn þegar Guðrún tók við ráðuneytinu. Þar áður hafði hann verið aðstoðarmaður í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þá aðeins í tvær vikur. Þá aðstoðaði hann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í rúm tvö ár í hennar tíð sem dómsmálaráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn aðstoðarmaður á ný í dómsmálaráðuneytinu Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hreinn aðstoðar í dómsmálaráðuneytinu en hann aðstoðaði einnig síðustu tvo ráðherra í ráðuneytinu. 22. júní 2023 23:18 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Björg Ásta lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Björg hefur starfað sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins frá árinu 2015 og starfaði þar áður sem lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Þá starfaði hún hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún hefur jafnframt starfað í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Björg Ásta sé fædd og uppalin á Suðurnesjum og eigi að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum knattspyrnuliðum og landsliðinu. Björg hafi sinnt sjálfboðaliðastarfi á sviði íþróttamála og sitji nú í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hafi Björg verið virk í félagsstarfi og sinnt formennsku í MS-félagi Íslands. Björg Ásta sé búsett á Suðurnesjum þar sem hún er fædd og uppalin. Hún sé í sambúð með Ósk Laufeyju Breiðfjörð og þær eigi þrjú börn. Hreinn náði tæpum þremur mánuðum í þetta skiptið Hreinn Loftsson var ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra þann 22. júní síðastliðinn þegar Guðrún tók við ráðuneytinu. Þar áður hafði hann verið aðstoðarmaður í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þá aðeins í tvær vikur. Þá aðstoðaði hann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í rúm tvö ár í hennar tíð sem dómsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn aðstoðarmaður á ný í dómsmálaráðuneytinu Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hreinn aðstoðar í dómsmálaráðuneytinu en hann aðstoðaði einnig síðustu tvo ráðherra í ráðuneytinu. 22. júní 2023 23:18 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Hreinn aðstoðarmaður á ný í dómsmálaráðuneytinu Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hreinn aðstoðar í dómsmálaráðuneytinu en hann aðstoðaði einnig síðustu tvo ráðherra í ráðuneytinu. 22. júní 2023 23:18