Hver leikur er úrslitaleikur Stöð 2 eSport 14. september 2023 13:59 Ljósleiðaradeildin er hornsteinn rafíþrótta á Íslandi. Áhugi á deildinni hefur aukist mjög mikið síðan deildin kom inn á Stöð2 eSport og er hún í dag með vinsælustu deildarkeppnum landsins. Ljósleiðaradeildin í CS:GO hófst í gær með látum og óvæntum sigri TEN5ION gegn ríkjandi meisturum í Atlantic. Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. Eins og áður verða allir leikirnir sýndir á Stöð 2 eSport og eru margir hörku leikir framundan. Ljósleiðaradeildin er hornsteinn rafíþrótta á Íslandi. Áhugi á deildinni hefur aukist mjög mikið síðan deildin kom inn á Stöð2 eSport og er hún í dag með vinsælustu deildarkeppnum landsins. Deildin er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands sem er stærsti mótshaldari á Íslandi í rafíþróttum. Tíu lið taka þátt í úrvalsdeildinni og eru þau blanda af félagsliðum og sérhæfðum rafíþróttaliðum. Liðin sem keppa í úrvalsdeildinni eru Ármann, FH, Þór Ak, ÍA, ÍBV og Breiðablik og rafíþróttaliðin Dusty, SAGA, Atlantic og Tension. Liðin mætast tvisvar sinnum yfir tímabilið. Stanslaus vöxtur síðustu ár Ljósleiðaradeildin hefur aldrei verið sterkari en í ár segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. „Við erum að renna inn í okkar áttunda tímabil og það má með sanni segja að deildin hafi aldrei verið jafn spennandi og í ár. Leikmannamarkaðurinn hefur sjaldan verið nýttur jafn mikið og við sjáum bilið milli liðanna minnka jafnt og þétt. Nú eru einnig komnir erlendir leikmenn inn í deildina sem eru óþekktar stærðir svo ég sé þetta þannig að hver leikur er úrslitaleikur, þar sem öll lið geta unnið hvert annað.” Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra. Rafíþróttir hafa vaxið mjög mikið undanfarin ár hér á landi og í dag sjáum við leikmenn sem eru farnir að fá laun fyrir að æfa og spila. „Þetta gerist einungis því fyrirtæki sjá sér leik á borði að ná til þúsunda áhorfenda heima við. Síðustu ár höfum við séð stanslausan vöxt á hverju ári. En þegar uppi er staðið erum við að sjá tækifæri fyrir börn og ungmenni til að sinna sínu áhugamáli og gera meira úr því. Markmiðið okkar er og verður alltaf að stuðla að heilbrigðri spilamennsku og skapa tækifæri fyrir ungmenni.“ Rafíþróttaferð á Blast Fall Final í Kaupmannahöfn VERDI ferðaskrifstofa býður upp á spennandi ferð á Blast Fall Finals í Kaupmannahöfn dagana 24.-27. september. Mótið er einn stærsti viðburður ársins í heimi Counter Strike. Þar verða um 12.500 trylltir aðdáendur og fjöldi sýningarbása þar sem fyrirtæki kynna nýjungar í leikjaheiminum. VERDI ferðaskrifstofa er með mikið úrval af pakkaferðum í sölu. Borgarferðir, sólaferðir, íþróttaferðir, ferðir á Enska boltann og margt fleira. Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. Eins og áður verða allir leikirnir sýndir á Stöð 2 eSport og eru margir hörku leikir framundan. Ljósleiðaradeildin er hornsteinn rafíþrótta á Íslandi. Áhugi á deildinni hefur aukist mjög mikið síðan deildin kom inn á Stöð2 eSport og er hún í dag með vinsælustu deildarkeppnum landsins. Deildin er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands sem er stærsti mótshaldari á Íslandi í rafíþróttum. Tíu lið taka þátt í úrvalsdeildinni og eru þau blanda af félagsliðum og sérhæfðum rafíþróttaliðum. Liðin sem keppa í úrvalsdeildinni eru Ármann, FH, Þór Ak, ÍA, ÍBV og Breiðablik og rafíþróttaliðin Dusty, SAGA, Atlantic og Tension. Liðin mætast tvisvar sinnum yfir tímabilið. Stanslaus vöxtur síðustu ár Ljósleiðaradeildin hefur aldrei verið sterkari en í ár segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. „Við erum að renna inn í okkar áttunda tímabil og það má með sanni segja að deildin hafi aldrei verið jafn spennandi og í ár. Leikmannamarkaðurinn hefur sjaldan verið nýttur jafn mikið og við sjáum bilið milli liðanna minnka jafnt og þétt. Nú eru einnig komnir erlendir leikmenn inn í deildina sem eru óþekktar stærðir svo ég sé þetta þannig að hver leikur er úrslitaleikur, þar sem öll lið geta unnið hvert annað.” Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra. Rafíþróttir hafa vaxið mjög mikið undanfarin ár hér á landi og í dag sjáum við leikmenn sem eru farnir að fá laun fyrir að æfa og spila. „Þetta gerist einungis því fyrirtæki sjá sér leik á borði að ná til þúsunda áhorfenda heima við. Síðustu ár höfum við séð stanslausan vöxt á hverju ári. En þegar uppi er staðið erum við að sjá tækifæri fyrir börn og ungmenni til að sinna sínu áhugamáli og gera meira úr því. Markmiðið okkar er og verður alltaf að stuðla að heilbrigðri spilamennsku og skapa tækifæri fyrir ungmenni.“ Rafíþróttaferð á Blast Fall Final í Kaupmannahöfn VERDI ferðaskrifstofa býður upp á spennandi ferð á Blast Fall Finals í Kaupmannahöfn dagana 24.-27. september. Mótið er einn stærsti viðburður ársins í heimi Counter Strike. Þar verða um 12.500 trylltir aðdáendur og fjöldi sýningarbása þar sem fyrirtæki kynna nýjungar í leikjaheiminum. VERDI ferðaskrifstofa er með mikið úrval af pakkaferðum í sölu. Borgarferðir, sólaferðir, íþróttaferðir, ferðir á Enska boltann og margt fleira.
Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira