Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 20:29 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki. Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00