Opinbera forgjöf Gareth Bale sem verður í ráshóp með Rory McIlroy Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. september 2023 23:30 Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale er lunkinn golfari. Stuart Franklin/Getty Images Ráhóparnir fyrir BMW PGA Championship Celebrity Pro-Am mótið í golfi sem hefst á morgun voru birtir fyrr í dag. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale verður í ráshóp með Norður-Íranum Rory McIlroy. Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér. Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira