„Þá sprakk bara veggurinn“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 21:14 Átta manns voru í innri sal Pure Deli þegar veggurinn gaf sig og reyk tók að streyma inn í rýmið. Vísir/Margrét Björk Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. „Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín. Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín.
Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent