Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu: Orri leiðir sóknarlínuna Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 17:34 Orri fær stórt tækifæri til að láta að sér kveða með íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Getty Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fyrir leik liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 í kvöld, hefur verið opinberað. Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Sjá meira