Ísland ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 10:30 2007 eða 2023? AFP/Vísir/Diego Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð. Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira