Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum Árni Jóhannsson skrifar 8. september 2023 21:20 Alfreð var svekktur með ýmislegt í kvöld Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins. Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira
Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira
Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43