Portúgalir og Skotar í góðri stöðu eftir leiki kvöldsins Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:05 Bruno Fernandes fagnar sigurmarki sínum í Slóvakíu í kvöld. Vísir/Getty Sex leikir fóru fram í kvöld í undankeppni EM í Þýskalandi á næsta ári. Skotar unnu öruggan sigur á Kýpur og þá vann Portúgal útisigur gegn Slóvakíu í riðli Íslands. Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira