Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2023 10:25 Fjallað var um uppátæki Benedikts árið 1987. Eftirmálarnir voru minni en hjá Elissu og Anahitu. Þjóðleikhúsið Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við
Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira