Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2023 10:25 Fjallað var um uppátæki Benedikts árið 1987. Eftirmálarnir voru minni en hjá Elissu og Anahitu. Þjóðleikhúsið Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við
Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira