Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 10:00 Sif Atladóttir og stöllur hennar í Selfossliðinu gætu fallið úr deild þeirra bestu í dag. Vísir/Hulda Margrét Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni. Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira