„Mín upplifun er sú að það var verið að refsa mér endalaust fyrir eitthvað sem ég gerði ekki“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2023 07:35 Annþór á að baki langan sakaferil og hefur hlotið fjölmarga dóma fyrir ofbeldis- og fíkniefnabrot. Hann hefur setið í fangelsi í samanlagt 12 ár af lífi sínu en kveðst í dag hafa snúið blaðinu við. Aðsend Árið 2019 var Annþór Karlsson ásamt Berki Birgissyni sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða. Samfanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson lést með dularfullum hætti og án sýnilegra verka og neituðu þeir Börkur og Annþór sök frá upphafi. Málið er með þeim flóknari sem um getur í íslenskri réttarfarssögu, en það var til meðferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í fjögur ár. Í nýjum þætti af Eftirmálum fer Annþór yfir þetta óvenjulega mál og ræðir jafnframt um uppvöxtinn, undirheimana og margt fleira. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson eru þekktir sem alræmdustu handrukkarar Íslands. Annþór á að baki langan sakaferil og hefur hlotið fjölmarga dóma fyrir ofbeldis- og fíkniefnabrot. Hann hefur setið í fangelsi í samanlagt tólf ár af lífi sínu en kveðst í dag hafa snúið blaðinu við. „Ég er ofbeldismaður. Ég er búinn að vera dæmdur fyrir margar líkamsárásir. Ég var bara alltaf að slást. Ég var að drekka, dópa og slást; það var svolítið bara minn lífstíll," segir Annþór. Lágu strax undir grun Þann 18.maí 2012 birtist frétt á Vísi sem hljóðaði svo: „Karlmaður á fimmtugsaldri sem vistaður var í fangelsinu að Litla - Hrauni lést í klefa sínum um átta leytið í gærkvöld. Maðurinn átti erfitt með að anda þegar hann óskaði eftir aðstoð fangavarða. Kallað var eftir sjúkrabíl og lækni og lífgunartilraunir voru hafnar en án árangurs og var maðurinn því úrskurðaður látinn stuttu seinna.“ Hinn látni Sigurður Hólm Sigurðarson hafði mætt til afplánunar á Litla Hrauni degi áður en hann lést en líkt og fram kemur í þættinum átti hann mikla harmsögu að baki. Undanfarnar vikur höfðu þeir Annþór og Börkur afplánað eftirstöðvar gamalla, þungra fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Áður höfðu þeir setið í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi og þremur hrottafengnum líkamsárásum. Líkið var sent í krufningu og bráðabirgðaniðurstaða úr henni sýndi að Sigurður lést af völdum innvortis blæðinga og að áverkarnir benda eindregið til þess að hann hafi orðið fyrir árás. Engir áverkar voru þó á líkinu. Annþór og Börkur lágu strax undir grun um að hafa orðið Sigurði að bana og voru færðir af almennri deild á Litla-Hrauni í einangrun. Myndbandsupptökur sýndu þá félaga fara inn í klefa Sigurðar skömmu áður en hann lést. „Því næst er okkur sleppt úr gæsluvarðhaldi til þess að það sé hægt að hlera okkur. Það var greinilega strategían hjá þeim. Við vorum settir saman inn á þennan og það var sett endalaust af hlerunarbúnaði á þennan gang til að hlusta á okkur,“ segir Annþór. Flókin og umfangsmikil rannsókn Í kjölfarið tók við gífurlega umfangsmikil lögreglurannsókn og á meðan voru Annþór og Börkur vistaðir tveir einir á öryggisganginum í eitt og hálft ár. Í maí 2012 voru þeir ákærðir fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Sigurðar. Aðalmeðferð málsins dróst hins vegar mjög á langinn og meðal annars þurfti að kveða til matsmenn að utan til að meta dánarorsök, og sérfræðing til að gera yfirmat. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Nákvæm eftirlíking klefans var byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. „Það virðist vera að það hafi bara verið ein stefna í þessu máli, og það var að sakfella okkur fyrir þetta. Sem dæmi, þá var ekki fundið út að við hefðum drepið hann. Það var fundið út að hann hefði dáið við fall, og þá hlytum við að hafa drepið hann. Það var í raun sönnunarfærslan,“ segir Annþór og bætir við á öðrum stað: „Ef við hefðum verið grunaðir um að drepa forseta Íslands, æðsta yfirmann þjóðarinnar, þá hefðum við farið í gæsluvarðhald í einhverjar vikur á meðan það væri rannsakað. En af því að meint fórnarlamb hafði samfélagsstöðu sem fangi þá var ekki forsvaranlegt að vista okkur með öðrum föngum.“ Mikill vafi á sekt Í mars 2016, fjórum árum eftir andlát Sigurðar voru þeir Annþór og Börkur síðan sýknaðir í Héraðsdómi þar sem mikill vafi lék á sekt þeirra. Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, sagði við blaðamenn eftir að dómur féll að rannsóknin hefði verið afleit og aldrei hefði átt að gefa út ákæru í málinu. Öll gögn málsins hefðu bent til sýknu. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, sagði að dómurinn hefði verið í takt við það sem hann bjóst við. Engin sönnunargögn í málinu hefðu bent til þess að eitthvað refsivert hefði átt sér stað. Í dómi héraðsdóms kom fram að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Var þar nefndur til sögunnar ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Í maí 2017 staðfesti Hæstiréttur síðan sýknudóm Héraðsdóms yfir þeim Annþóri og Berki. „Ef við hefðum verið dæmdir sekir þá hefði enginn verið að pæla í hina áttina. Þá hefðu allir hlaupið á lestina og sagt: ,,já þeir eru pottþétt sekir.“ Ég held bara að fólki sé svolítið tamt að vilja trúa hinu slæma, og það er miklu meira spennandi en sannleikurinn," segir Annþór en sjálfur segist hann ómögulega geta sagt til um hvað olli dauða Sigurðar Hólm. Í þættinum rifjar upp Annþór einnig upp æsku sína og hvernig hann leiddist inn á glæpabrautina en hann var að eigin sögn fordekraður í æsku. „Ég í rauninni fékk allt. Ég var ofdekraður. Ég var einkabarn móður minnar og fékk allt sem ég vildi. Það var ekkert sem ég mátti ekki. Alveg sama hvað ég gerði af mér, það var varla verið að skamma mann. Ég held að það sé ekki gott veganesti fyrir framtíðina. Maður þarf aðhald, og ég fékk það ekki. Ég veit ekki hvort ég var svona í grunninn eða hvort þetta gerði það, en svona er ég.“ Í þættinum rifjar upp Annþór einnig upp æsku sína og hvernig hann leiddist inn á glæpabrautina en hann var að eigin sögn fordekraður í æsku.Aðsend Eftirmál Fangelsismál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Ríkið sýknað af tugmilljóna kröfu Barkar Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár. 4. mars 2022 18:19 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokið "Það eru fordómar innan lögreglunnar, ég veit að þeir eru með fordóma gagnvart mér.“ 10. mars 2017 18:30 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Ríkissaksóknari áfrýjar máli Annþórs og Barkar Fer fram á að þeir verði dæmdir til refsingar fyrir árás á Sigurð Hólm. 8. apríl 2016 15:35 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í nýjum þætti af Eftirmálum fer Annþór yfir þetta óvenjulega mál og ræðir jafnframt um uppvöxtinn, undirheimana og margt fleira. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson eru þekktir sem alræmdustu handrukkarar Íslands. Annþór á að baki langan sakaferil og hefur hlotið fjölmarga dóma fyrir ofbeldis- og fíkniefnabrot. Hann hefur setið í fangelsi í samanlagt tólf ár af lífi sínu en kveðst í dag hafa snúið blaðinu við. „Ég er ofbeldismaður. Ég er búinn að vera dæmdur fyrir margar líkamsárásir. Ég var bara alltaf að slást. Ég var að drekka, dópa og slást; það var svolítið bara minn lífstíll," segir Annþór. Lágu strax undir grun Þann 18.maí 2012 birtist frétt á Vísi sem hljóðaði svo: „Karlmaður á fimmtugsaldri sem vistaður var í fangelsinu að Litla - Hrauni lést í klefa sínum um átta leytið í gærkvöld. Maðurinn átti erfitt með að anda þegar hann óskaði eftir aðstoð fangavarða. Kallað var eftir sjúkrabíl og lækni og lífgunartilraunir voru hafnar en án árangurs og var maðurinn því úrskurðaður látinn stuttu seinna.“ Hinn látni Sigurður Hólm Sigurðarson hafði mætt til afplánunar á Litla Hrauni degi áður en hann lést en líkt og fram kemur í þættinum átti hann mikla harmsögu að baki. Undanfarnar vikur höfðu þeir Annþór og Börkur afplánað eftirstöðvar gamalla, þungra fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Áður höfðu þeir setið í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi og þremur hrottafengnum líkamsárásum. Líkið var sent í krufningu og bráðabirgðaniðurstaða úr henni sýndi að Sigurður lést af völdum innvortis blæðinga og að áverkarnir benda eindregið til þess að hann hafi orðið fyrir árás. Engir áverkar voru þó á líkinu. Annþór og Börkur lágu strax undir grun um að hafa orðið Sigurði að bana og voru færðir af almennri deild á Litla-Hrauni í einangrun. Myndbandsupptökur sýndu þá félaga fara inn í klefa Sigurðar skömmu áður en hann lést. „Því næst er okkur sleppt úr gæsluvarðhaldi til þess að það sé hægt að hlera okkur. Það var greinilega strategían hjá þeim. Við vorum settir saman inn á þennan og það var sett endalaust af hlerunarbúnaði á þennan gang til að hlusta á okkur,“ segir Annþór. Flókin og umfangsmikil rannsókn Í kjölfarið tók við gífurlega umfangsmikil lögreglurannsókn og á meðan voru Annþór og Börkur vistaðir tveir einir á öryggisganginum í eitt og hálft ár. Í maí 2012 voru þeir ákærðir fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Sigurðar. Aðalmeðferð málsins dróst hins vegar mjög á langinn og meðal annars þurfti að kveða til matsmenn að utan til að meta dánarorsök, og sérfræðing til að gera yfirmat. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Nákvæm eftirlíking klefans var byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. „Það virðist vera að það hafi bara verið ein stefna í þessu máli, og það var að sakfella okkur fyrir þetta. Sem dæmi, þá var ekki fundið út að við hefðum drepið hann. Það var fundið út að hann hefði dáið við fall, og þá hlytum við að hafa drepið hann. Það var í raun sönnunarfærslan,“ segir Annþór og bætir við á öðrum stað: „Ef við hefðum verið grunaðir um að drepa forseta Íslands, æðsta yfirmann þjóðarinnar, þá hefðum við farið í gæsluvarðhald í einhverjar vikur á meðan það væri rannsakað. En af því að meint fórnarlamb hafði samfélagsstöðu sem fangi þá var ekki forsvaranlegt að vista okkur með öðrum föngum.“ Mikill vafi á sekt Í mars 2016, fjórum árum eftir andlát Sigurðar voru þeir Annþór og Börkur síðan sýknaðir í Héraðsdómi þar sem mikill vafi lék á sekt þeirra. Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, sagði við blaðamenn eftir að dómur féll að rannsóknin hefði verið afleit og aldrei hefði átt að gefa út ákæru í málinu. Öll gögn málsins hefðu bent til sýknu. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, sagði að dómurinn hefði verið í takt við það sem hann bjóst við. Engin sönnunargögn í málinu hefðu bent til þess að eitthvað refsivert hefði átt sér stað. Í dómi héraðsdóms kom fram að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Var þar nefndur til sögunnar ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Í maí 2017 staðfesti Hæstiréttur síðan sýknudóm Héraðsdóms yfir þeim Annþóri og Berki. „Ef við hefðum verið dæmdir sekir þá hefði enginn verið að pæla í hina áttina. Þá hefðu allir hlaupið á lestina og sagt: ,,já þeir eru pottþétt sekir.“ Ég held bara að fólki sé svolítið tamt að vilja trúa hinu slæma, og það er miklu meira spennandi en sannleikurinn," segir Annþór en sjálfur segist hann ómögulega geta sagt til um hvað olli dauða Sigurðar Hólm. Í þættinum rifjar upp Annþór einnig upp æsku sína og hvernig hann leiddist inn á glæpabrautina en hann var að eigin sögn fordekraður í æsku. „Ég í rauninni fékk allt. Ég var ofdekraður. Ég var einkabarn móður minnar og fékk allt sem ég vildi. Það var ekkert sem ég mátti ekki. Alveg sama hvað ég gerði af mér, það var varla verið að skamma mann. Ég held að það sé ekki gott veganesti fyrir framtíðina. Maður þarf aðhald, og ég fékk það ekki. Ég veit ekki hvort ég var svona í grunninn eða hvort þetta gerði það, en svona er ég.“ Í þættinum rifjar upp Annþór einnig upp æsku sína og hvernig hann leiddist inn á glæpabrautina en hann var að eigin sögn fordekraður í æsku.Aðsend
Eftirmál Fangelsismál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Ríkið sýknað af tugmilljóna kröfu Barkar Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár. 4. mars 2022 18:19 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokið "Það eru fordómar innan lögreglunnar, ég veit að þeir eru með fordóma gagnvart mér.“ 10. mars 2017 18:30 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Ríkissaksóknari áfrýjar máli Annþórs og Barkar Fer fram á að þeir verði dæmdir til refsingar fyrir árás á Sigurð Hólm. 8. apríl 2016 15:35 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ríkið sýknað af tugmilljóna kröfu Barkar Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár. 4. mars 2022 18:19
Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26
Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24
Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06
Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokið "Það eru fordómar innan lögreglunnar, ég veit að þeir eru með fordóma gagnvart mér.“ 10. mars 2017 18:30
Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00
Ríkissaksóknari áfrýjar máli Annþórs og Barkar Fer fram á að þeir verði dæmdir til refsingar fyrir árás á Sigurð Hólm. 8. apríl 2016 15:35
Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent