„Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar“ Kári Mímisson skrifar 3. september 2023 17:12 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með stórglæsilega frammistöðu sinna mann í dag þegar liðið vann ákaflega öruggan 4-1 sigur á HK í 22. umferð Bestu deildar karla nú í dag. „Þetta er léttir eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum á undan. Mér fannst við vera að spila vel í síðustu leikjum en úrslitin duttu ekki beint fyrir okkur og við vorum búnir að að vera klaufar á bæði síðasta varnar og sóknarþriðjungi. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu hér í dag. Byrjuðum mjög sterkt og skoruðum mikið af fallegum mörkum og sköpuðum okkur mikið sem er bara jákvætt.“ Hversu mikið sjálfstraust gefur þetta ykkur fyrir komandi átök? „Ég hef nú oft sagt það að auðvitað hjálpi það sjálfstraustinu að fá þrjú stig en ég hef líka sagt það að frammistaðan í síðustu leikjum hafi ekki verið algalinn en það eru úrslitin sem telja í fótbolta og frammistaðan hefur oft á tíðum verið góð.“ „Nú fáum við tvær vikur fram að næsta leik og þá hefst bara nýtt mót hjá okkur. Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar þó svo að þeir séu ekki orðnir fræðilegir meistarar þá eru þeir orðnir meistarar. Við erum með sjö stig á liðið í þriðja sætinu og við ætlum að halda því og reyna að taka eins mikið af stigum og við getum í þessari úrslitakeppni.“ Fyrir leikinn var það ljóst að Valur myndi enda í öðru sæti áður en deildinni yrði tvískipt. Liðið siglir reyndar mjög lygnan sjó í öðru sætinu en það er langt í topplið Víkings og sömuleiðis langt í Blika sem eru í þriðja sætinu. Arnar segir að hann vilji nýta úrslitakeppnina sem undirbúning fyrir næsta tímabil og reyna að fá eins mikið af þeim stigum sem í boði eru. „Við setjum þetta upp sem nýtt mót og núllstillum það, allir með núll stig og við ætlum að reyna að vinna það mót. Ef það mót kemur vel út fyrir okkur þá er það eitthvað til að byggja á fyrir næsta ár. Það er það sem við erum að horfa á, að byggja flott lið upp til næstu ára.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera nær Víkingunum en við höfum verið klaufar í leikjum þar sem við höfum haft mjög mikla yfirburði og ekki náð að innbyrða sigur og það er bara það sem skilur á milli. Við þurfum að skerpa á okkur og munum nota þessa úrslitakeppni til þess. Við fáum fimm alvöru leiki og byrjum bara á fyrsta leik og svo næsti og næsti. Við viljum reyna að ná í eins mikið af þessum 15 stigum sem eru í boði.“ Adam Ægir Pálsson var mættur aftur í hóp Vals eftir að hafa verið utan hans í leiknum gegn FH. Adam byrjaði á bekknum en kom þó inn á þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum. En hver er staða Adams innan hópsins? „Hún hefur ekkert breyst. Menn vilja oft gera veður út af „beisiklí“ engu. Ég fer alltaf yfir leikina daginn eftir en svona við fyrstu sýn þá fannst mér þeir sem komu inn á flottir. Adam er búinn að vera virkilega flottur í síðustu æfingaviku og tók þessu mjög vel. Eina svarið fyrir menn í fótboltanum er náttúrulega inn á vellinum og á æfingasvæðinu, vera duglegir, setja hausinn niður og ekki vera að kvarta og kveina. Það var aldrei nein krísa þó svo að þið blaðamenn viljið halda því fram.“ Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
„Þetta er léttir eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum á undan. Mér fannst við vera að spila vel í síðustu leikjum en úrslitin duttu ekki beint fyrir okkur og við vorum búnir að að vera klaufar á bæði síðasta varnar og sóknarþriðjungi. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu hér í dag. Byrjuðum mjög sterkt og skoruðum mikið af fallegum mörkum og sköpuðum okkur mikið sem er bara jákvætt.“ Hversu mikið sjálfstraust gefur þetta ykkur fyrir komandi átök? „Ég hef nú oft sagt það að auðvitað hjálpi það sjálfstraustinu að fá þrjú stig en ég hef líka sagt það að frammistaðan í síðustu leikjum hafi ekki verið algalinn en það eru úrslitin sem telja í fótbolta og frammistaðan hefur oft á tíðum verið góð.“ „Nú fáum við tvær vikur fram að næsta leik og þá hefst bara nýtt mót hjá okkur. Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar þó svo að þeir séu ekki orðnir fræðilegir meistarar þá eru þeir orðnir meistarar. Við erum með sjö stig á liðið í þriðja sætinu og við ætlum að halda því og reyna að taka eins mikið af stigum og við getum í þessari úrslitakeppni.“ Fyrir leikinn var það ljóst að Valur myndi enda í öðru sæti áður en deildinni yrði tvískipt. Liðið siglir reyndar mjög lygnan sjó í öðru sætinu en það er langt í topplið Víkings og sömuleiðis langt í Blika sem eru í þriðja sætinu. Arnar segir að hann vilji nýta úrslitakeppnina sem undirbúning fyrir næsta tímabil og reyna að fá eins mikið af þeim stigum sem í boði eru. „Við setjum þetta upp sem nýtt mót og núllstillum það, allir með núll stig og við ætlum að reyna að vinna það mót. Ef það mót kemur vel út fyrir okkur þá er það eitthvað til að byggja á fyrir næsta ár. Það er það sem við erum að horfa á, að byggja flott lið upp til næstu ára.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera nær Víkingunum en við höfum verið klaufar í leikjum þar sem við höfum haft mjög mikla yfirburði og ekki náð að innbyrða sigur og það er bara það sem skilur á milli. Við þurfum að skerpa á okkur og munum nota þessa úrslitakeppni til þess. Við fáum fimm alvöru leiki og byrjum bara á fyrsta leik og svo næsti og næsti. Við viljum reyna að ná í eins mikið af þessum 15 stigum sem eru í boði.“ Adam Ægir Pálsson var mættur aftur í hóp Vals eftir að hafa verið utan hans í leiknum gegn FH. Adam byrjaði á bekknum en kom þó inn á þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum. En hver er staða Adams innan hópsins? „Hún hefur ekkert breyst. Menn vilja oft gera veður út af „beisiklí“ engu. Ég fer alltaf yfir leikina daginn eftir en svona við fyrstu sýn þá fannst mér þeir sem komu inn á flottir. Adam er búinn að vera virkilega flottur í síðustu æfingaviku og tók þessu mjög vel. Eina svarið fyrir menn í fótboltanum er náttúrulega inn á vellinum og á æfingasvæðinu, vera duglegir, setja hausinn niður og ekki vera að kvarta og kveina. Það var aldrei nein krísa þó svo að þið blaðamenn viljið halda því fram.“
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira