Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 09:39 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gefur lítið fyrir hert skilyrði Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08