Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar áður en úrslitakeppnin hefst Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 10:16 Víkingur getur orðið Íslandsmeistari strax í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Allir sex leikir dagsins hefjast á sama tíma og verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Besta deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Besta deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira