Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 10:15 Carlos Galera vakti athygli á stórhættulegu athæfi kvennanna inn á hópnum „Stupid things people do in Iceland“. Carlos Mondragón Galera Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“ Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00