Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2023 12:00 Andrés Ingi gefur lítið fyrir hert skilyrði fyrir hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26