Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2023 09:12 Sigtún á nýja miðbæinn á Selfossi. Félagið keypti einnig Landsbankahúsið sem sést ofarlega á miðri myndinni. Vísir/Egill Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum. Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum.
Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent