Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 20:30 Viktor Karl Einarsson fagnar marki sínu. Vísir/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira