Ætla að keyra yfir Struga: „Ekki þekktir fyrir að reyna að halda einhverju jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 14:01 Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki ætla sér í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti FK Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í úrslitarimmu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Blikar fara með eins marks forskot inn í leikinn og má segja að um mikilvægasta leik liðsins frá upphafi sé að ræða. Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira