Rennsli í Skaftá haldist stöðugt Telma Tómasson skrifar 31. ágúst 2023 07:31 Athuganir sem gerðar voru í flugi í gær staðfesta að Skaftárhlaupið sem nú sé í gangi eigi upptök sín í Eystri-Skaftárkatlinum. Veðurstofan/Jón Grétar Sigurðsson Rennsli í Skaftá hefur haldist frekar stöðugt í nótt og er enn óljóst hvort hlaupið hafi náð því hámarki sem beðið hefur verið eftir. Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16